Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 29
Bygjgingariðnaðurinn „Jafnvel verri tímabil framundan en á árunum 1967 -’68“ - segir formaður IVIeistarasambandsins Gunnar S. Björnsson er formaður Meistarasamb ands byggingarmanna. í samtali við F.V. segir hann m.a. að tryggja þurfi nægilegt framboð á lóðum svo ekki komi til samdráttar í byggingariðnaðin- um, sem þegar er að byrja að gera vart við sig. Einnig að efla þurfi verðvitund fólksins og koma á framfæri upplýsingum um nýjungar og framfarir í byggingariðnaðinum og beina lánveitingum meira til verktaka og byggingarmeistara. — Eru tengsl milli þeirra að- ila, sem starfa að byggingar- iðnaðinum nægileg? — Okkar skoðun er sú, að þessi tengsl séu engan vegin næg, eins og þessu er háttað í dag og má segja, að hver aðili, sem nálægt þessu kemur starfi sem sjálfstæð eining. Benda má á skipulagsaðilana sérstaklega, þar sem þeir hafa ekki samráð við aðra, sem hafa reynsluna af framkvæmdunum, en það er vitað af reynslu erlendra aðila á sama sviði, að hægt er að ná fram á þessu sviði mestum sparnaði varðandi byggingar- kostnað. Engar sérstakar rann- sóknir eru á skipulagssviðinu og má einhverjum kenna um í því efni. Sama má segja um fjár- magnshliðina. Óeðlilegt er að ekki sé mjög náin samvinna milli skipulagsaðila, lóðaúthlut- unaraðila og f jármagnsaðila. Með því að vera með ákveðið upplýsingastreymi þessara að- ila væri hægt að stýra fjárveit- ingum og koma í veg fyrir ó- æskilegar sveiflur. — Forsendur fyrir því að hægt sé að byggja upp bygg- ingariðnaðinn sem verktaka- iðnað eins og fyrirgreiðslur til þessara aðila hafa verið á und- anförntum árum, eru að beina lánveitingum meira til verk- taka og byggingarmeistara og stuðla að jafnari framleiðslu. Þó er eitt, sem ber að athuga, Gunnar S. Björnsson, formaður Meistarasambands byggingar- manna. að þetta er háð því að nægar lóðir séu fyrir hendi. Eins og á- standið er er varla hægt að bú- ast við þvi, að þessir aðilar geti hugað að meiri tækniþróun. ; * — Telur þú, að tryggt sé nægilegt framboð á lóðum? — Það tel ég engan veginn vera. Þó má segja að þetta hafi verið með nokkuð góðu móti undanfarið. Aftur á móti á þessu ári og næstu árum fram- undan er sýnilegt, að um stór- fellda lóðavöntun er að ræða á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Til sönnunar þessu er skýrsla frá byggingarfulltrúa Reykjavíkur- borgar, en þar segir, að um sl. áramót hafi verið 1316 íbúðir í smíðum. Búast má við að um 40% af þessum íbúðarfjölda, eða um 530 íbúðir verði óklár- aðar um áramótin ’76—’77. í janúar s.l. var úthlutað lóðum undir 746 íbúðir. Sýnilegt er miðað við upplýsingar frá borg- aryfirvöldum, að í mesta lagi 300—350 af þessum lóðum verði tilbúnar það snemma, að hægt verði að byrja byggingu á þessu ári. Það segir að um næstu áramót verða í smíðum 800 íbúðir í Reykjavík, sem er minnsta talan síðan 1968. Svip- aða sögu er að segja um ná- grannabyggðarlögin Kópavog, Seltjarnarnes, Garðabæ og Hafnarfjörð. — Óttist þið samdrátt í bygg- ingariðnaðinum vegna slæms á- stands í efnahagsmálum þjóð- arinnar? — Miðað við það sem ég sagði hér að framan, og ef tekin er með sú mikla fjár- vöntun, sem almennt er í þjóð- félaginu teljum við það vera. Þetta kemur alltaf harðast nið- ur á byggingariðnaðinum og óttumst við að framundan sé á þessu ári og næsta a.m.k. jafn- vel verri tímabil, en voru hér ’67 og ’68, þegar byggingariðn- aðarmenn fluttu af landi í stór- um hópum vegna atvinnuleysis. Það virðist, ef að marka má reynslu fyrri ára, að þegar að FV 2 1976 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.