Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 9

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 9
Allmiklar breytingar hafa orðið á skipan sendi- herraembætta undanfar- ið. Frekari breytinga er að vænta á næstunni sum- part vegna óska einstakra manna. Þannig mun í ráði að Haraldur Kröyer, sem nú er sendiherra í Wash- ington, flytjist til Genfar í aðalstöðvar EFTA. Ingvi íngvarsson, sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum fer þá líklcga til Washing- tan en Tcmas Tómasson, sendiherra hjá NATO mun væntanlega flytjast til New Ycrk og taka við sendiherraembættinu hjá S.Þ. Það hefur valdið al- menna undran, að sjó- menn skyldu sigla skip- um sínum í höfn á þeim tíma, sem vænta mátti uppgripa á loðnuvertíð- inni. Ekki er að efa, að verkfallsboðun á þessum mikla bjargræðistíma hafi valdið hneykslan og sár- um vonbrigðum margra í sjómannastétt. En leiðtogi sjómanna og verkfalls- postuli í áratugi Jón Sig- urðsson leit málin öðrum'’ augum. Þegar hann var búinn að skipa flotanum að hætta veiðum og sigla í höfn kom hann galvask- ur til fundar við sam- starfsmenn sína í samn- inganefnd sjómanna, sem sátu þungir á brún í Toll- stöðvarhúsinu, og sagði: „Gleðilega hátíð, piltar.“ Menn voru sízt í hátíða- skapi og tóku lítt undir kveðjuna. Pétur Guðjónsson legg- ur oft land 'undir fót í margvíslegum erinda- gjörðum. Hann fer í verzl- unarferðir vestur um haf, skíðaferðir til Sviss og gengur þess á milli á fund æðstu manna nágranna- þjóðanna til að ræða land- helgismál og utanríkis- pólitík. í símaskrá Man- hattaneyju í New York er nafn Péturs að finna, og þegar hann fór til land- helgisviðræðna við tals- menn Bonn-stjórnarinnar í fyrrasumar var eftir því tekið, að Pétur ók í stærstu gerð af Mercedes Benz, silfurgráum á lit, sem vakti óskipta athygli nærstaddra. Þetta farar- tæki 'rnun Pétur eiga enda er bíllinn skráð'ur á tolla- númeri fyrir útlendinga. Er hann geymdur á meg- inlandinu en gripið til hans, þegar cigandinn hefur bar viðdvöl á ferð- um sínum. Það er sómi af því að eiga slíka fulltrúa, sem geta mætt helzta fyr- irfólki heimsins kinnroða- laust við nánast hvaða tækifæri sem er. í Reykjavíkurhöfn ligg- ur fley eitt fagurt, sem Grjótjötunn nefnist. Að- aleigandi þess mun heita Kristinn Finnbogason. Sagan segir, að Búnaðar- banki fslands hafi lánað einhverjar smáupphæðir út á þetta skip og sé nú svo komið, að bankinn vilji ráðstafa því. Ekki er talið ósennilegt að líkleg- ir kaupendur Grjótjötuns geti fengið fyrirgreiðslu upp á 30—40 milljónir í bankanum, kaupi þeir skipið. Allmarga menn, sem vilja hugsa sig um, höfum við hitt á förnum vegi. Enn gengur í samein- ingarátt með Alþýðu- flokksmönnum og Sam- tökunum. Nú Iiggur nokk- uð ljóst fyrir, að Karvel Pálmason muni ganga yf- ir í þingflokk Alþýðu- flokksins á næstunni og verður þá Magnús Torfi einn í þingflokki eins og Bjarni Guðna forð'am. Gerist þetta í þann mund sem ákvcðið er, að Jón Baldvin Hannibalsson flytjist frá ísafirði til að veita Alþýðublaðinu pólit- íska forsjá. Verður Árni Gunnarsson ritstjóri með Jóni Baldvini og annast fréttaskrif. Ýmsir kratar telja sig loksins sjá grilla í foringjaefni með Jóni Baldvini. Þótt leynt fari og þvert ofan í yfirlýsingar for- svarsmanna Ríkisútvarps- ins mun ákveðið, að sjón- varpið hefji útsendingar á flestu ef ekki öllu dag- skrárefni sínu næsta haust, á tíu ára afmæli sínu. Framkvæmdastjóri sjónvarpsins og yfirverk- fræðingur voru nýlega á ferð í Noregi til að kynna sér, hvernig Norðmenn hefðu skipt frá svart/ hvítu yfir í litsendingar. Áformað mun vera að kaupa sjónvarpstökuvélar fyrir gerð innlends efnis í litum fljótlega, þannig að islenzka sjónvarpið geti sent út fréttaþætti og annað efni unnið í sjón- varpssal í litum í haust. FV 2 1976 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.