Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 24
Greinar oo uiðlöl Horfur í efnahags- samvinnu Evrópuþjóða Grein eftir dr. Guðmund Magnússon prófessor í ár er þriggja merkisafmæla að minnast á sviði efnahags- samvinnu Evrópulanda. Það eru 20 ár síðan Rómarsáttmál- inn, sem markaði stofnun Efna- hagsbandalags Evrópu, var undirritaður. Þá eru 25 ár liðin frá því að Kola- og stálsam- bandið hóf störf sín í Luxem- borg, en tilurð þess og starf- semi reyndist mikill hvati til nánara samstarfs hlutaðeigandi þjóða. Fyrir 30 árum, eða 1947, gerðu 23 lönd með sér hið al- menna samkomulag um tolla og viðskipti, eða GATT (The General Agreement on Tariffs and Trade), en nú hafa miklu fleiri lönd gerst aðilar að GATT og nema utanríkisviðskipti GATT aðila um 80% heims- verslunar. HORFT UM ÖXL Það er staðreynd að ýmsir héldu á sínum tíma að Rómar- sáttmálinn yrði ómerkilegt pappírsplagg. Bretar áttuðu sig ekki á því hvað var á seyði og höfðu jafnvel hugmyndina í flimtingum. Þaninig sagði Mac- millan, árið 1955 sem þá var fjármálaráðherra í stjórn Anjthonys Edens, frá því í boð- um, að hann hefði haft spumir af fornleifauppgreftri í Messinu sem hann vonaðist til að frétta ekki meira af, en þar var hald- inn undirbúningsfundur að stofnun EBE. Sem kunnugt er knúðu B.retar tvisvar á dyr Efnahagsbandalagsins án ár- angurs en í þriðja sinn var þeim ihleypt inn fyrir hliðið. Reyndar fóru Bretar þá ekki imm heilshugar enda fóru þeir fram á nýja samninga við bandalagið og hefur samvinnan síðan verið í sátt og samlyndi. Danir og írar fylgdu Bretum efltir, en Norðmenn ekki. Rétt er að minnast þess, að þegar þetta gerðist bafði þrí- vegis farið út um þúfur að stofna til norraens efnahagssam- starfs. Ólíklegt er, eins og ég sá nýlega haft eftir Tage Er- lander, fyrrverandi forsætis- ráðher.ra Svíþjóðar, að hug- myndin um NORDEK eigi aft- urkvæmt. Fríverslunarsamtök Evrópu — EIFTA — voru stofnuð í Stoktehólmi í ársbyrjun 1960. Markmiðið með stofnun þeirra var hvorttveggja í senn að verða aðnjótandi þess ábata sem fríverslumj hefur í fö,r með sér 'án jafnmikilla skuldbind- inga og aðild að EBE fól í sér og að undirbúa frekari samn- inga við EBE. Öllum var ljóst, að EFTA gat ekki verið end- anleg lausn fyrir öll ríkin sem til samstarfsins stofnuðu. Sem kunnugt er gerðist ís- land aðili að EFTA 1. mars 1970. íslendingar gerðu síðan samning við Efnahagsbanda- lagið, sem ekki kom að fullu til framkvæmda fyrr en á miðju síðastliðnu ári. HVAÐ ER í VÆNDUM? Menn velta því nú fyrir sér hvað verði um EFTA, hvað sé að gerast innan EBE og hver framvinda m'ála verði á sviði efniahagssamvinnu á næstu ár- um. Flestir eru sammóla um að slagorð de Gaulles um banda- lag þjóða f.rá Atlantshafi til Úralfjalla sé mýrarljós sem ekki þýði að elta. Hvorttveggja kemur til að hinar ýmsu smá- þjóðir Evrópu vilja varðveita sérkenni sín og menningu og reynslan hefur sýnt að unnt er að verða aðnjótandi kosta al- þjóðlegrar verkaskiptingar í ríkum mæli áini þess að fórna ákvarðanafrelsi í ýmsum mikil- vægum málum. Þess vegna er líklegast að EFTA og EBE muni þróast hvort í sínu lagi og efla jafln- framt samvinnu sín á milli eft- ir því sem hægt er. Megin ástæða þess að erfið- ara verður að efla samvinnu hröðum skrefum er sú, að allar horfur eru á því, að heims- verslunin aukist ekki eins hratt á næstu árurn og gerðist á sjötta og sjöunda áratugnum. Einnig heflur borið á því að undanfömu að smáríkin innan EBE eru ekki alltof ánægð með 24 FV 4 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.