Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.04.1977, Qupperneq 47
Tollstjóri: — Af hverri ein- stakri vöru ber lögum sam- kvæmt að greiða ákveðin gjöld. Varan fer til vöruskoðunar til þess að fundinn verði réttur gjaldgrundvöllur. Það er því ekki lausn að fækka í vöruskoð- un og fjölga í afgreiðslu. Lausn- in er vönduð vinnubrögð við gerð og innlagningu tollpappír- anna, ásamt greinargóðum skjölum erlendis frá, en á þeim byggist allt starf innflytjand- ans og síðan endurskoðenda hjá okkur. F.V.: — Mörgum finnst ó- þægilegt, að fyrirtæki skuli vera skyldug til að skila toll- skýrslum innan ákveðins tíma frá því að sending kemur til landsins, jafnvcl þótt um sc a'ð ræða hluti, sem sendir hafa vcrið óumbeðið eins og almanök eða annað kynningarefni. Er ástæða til að taka svo strangt á slíkum tilfellum? Tollstjóri: — Samkvæmt reglugerð nr. 38 frá 1969 ber viðtakanda innfluttrar vöru að afhenda tollstjóra þess umdæm- is, sem varan er geymd í, full- gild aðflutningsskjöl um vör- una innan þriggja mánaða frá innflutningi hennar. Hvort þetta er of stuttur tími, skal ég ekki dæma um, en einhver tímamörk verður að setja, ef einhver von á að vera til þess að hægt sé að halda reglu á hinum gífurlega innflutningi, t.d. á eftirstöðum ótollaf- greiddra vara o.fl. Þetta er spurning um reglusemi í vinnu- brögðum, en alls ekki íþynging að neinu leyti og gildir þá einu hvort varan kemur óumbeðið eða ekki. Innflytjandi endur- sendir hana þá ef hann óskar ekki eftir að taka við henni. Innflytjandi hefur einnig hag- ræði af því að leggja inn skjöl- in sem fyrst, t.d. renna EFTA/ EBE-skírteini, sem gefa rétt til lægri tollgjalda, sjálfkrafa út eftir 4 mánuði frá útgáfu, ef þau ihafa ekki verið lögð inn til tollafgreiðslu fyrir þann tíma. Aftur á móti rennur gildistími þeirra ekki út ef þau á annað borð hafa verið lögð inn. Það er því enginn vafi á því, að hag- ræði er að þessu fyrir þá inn- flytjendur sem hafa innflutning að atvinnu. Láta ætti hina, sem hafa innflutning sem ,,hobby“ eina um það að hlaupa milli manna og stofnana með undan- bágubeiðnir, skírskotandi til þeirrar einu tiltæku afsökunar: „Ég vissi bara ekki betur.“ F.V.: — Á Norðurlöndum er tollur lánaður innflytjendum í ákveðinn tíma en hér er hann staðgreiddur að undanskildum tolli af bílum. Hver er reynslan af innheimtu þess tolls? Eru brögð að' því að hann sé ekki greiddur eða. væri hægt að út- víkka þetta fyrirkomulag? Tollstjóri: — Reynslan af gjaldfresti á tollgjöldum af bíl- um, sem er 10—20 dagar eftir því hvenær í mánuði tollaf- afgreitt er, hefur verið góð, enda málið mjög vel undirbúið og lánið er tryggt með sjálf- skuldarábyrgð banka. Svipað lánafyrirkomulag gildir um fleiri vörutegundir en bíla, t.d. timbur og járn í stórum förm- um og efni og vélar til skipa- smíða. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að láta þetta fyr- irkomulag ná til fleiri tilvika, en hér er að öðru leyti um efna- hagslegt úrlausnarefni að ræða, það er hvort aukin lán í tollum mundu valda meiri peningum í umferð og þar með aukinni verðbólgu. F.V.: — Eru það' einhverjar vissar skekkjur, sem eru áber- andi hjá innflytjendum við gerð skjala fyrir tollinn og telji'ð þið einhver veruleg brögð að því að menn reyni vísvit- andi að gefa rangar upplýsing- ar? Tollstjóri: — Flestar stafa skekkjurnar af rangri tollflokk- un. Hættulegustu skekkjurnar eru þegar innflutningspappirar eru villandi, að því leyti að ekki sést hvort allt verðmæti sendingarinnar er tíundað á framlögðum vörureikningi, með öðrum orðum þegar ekki kem- ur glögglega fram hvort vöru- reikningurinn er aðeins eitt blað eða kanns’ki tíu. Þannig gæti þá innflytjandinn náð út allri vörusendingunni gegn greiðslu á aðeins hluta af toll- gjöldum. í svona göt verður að reyna að stoppa, m.a. með refsiviðurlögum. Ég geri því ekki skóna, að nein veruleg brögð séu að því að þetta eða annað svipað sé viljandi gert. En villan er slæm eigi að síður og enginn getur verið á- byrgur annar en innflytjand- inn. F.V.: — Þér áttuð fyrir nokkrum mánuðum fund með fulltrúum stórkaupmanna til að ræða ýmis atriði varðandi þjón- ustu tollsins. Hvað kom helzt fram í þessum viðræðum, hvað lögðu stórkaupmenn aðal- áherzlu á og hvaða athuga- semdum komuð þér á fram- færi? Tollstjóri: — Þess var fyrir- fram óskað að ég ræddi á fund- inum um ákveðin afmörkuð efni. f fyrsta lagi um tollaf- greiðsluhætti innfluttra vara, einkum með tilliti til viðurlaga og afgreiðslustöðvana ef út af settum reglum er brugðið. í öðru lagi um vöruskoðun, hvernig hana bæri að og hvern- ig hún væri framkvæmd og í þriðja lagi um hvaða regl- ur gilda um svokallað ATA- Carnet, sem er ákveðið al- þjóðlegt tolltryggingarkerfi, sem við erum aðilar að. Auk þess sem ég skýrði þau atriði, sem um var beðið, lagði ég á- herslu á nauðsyn vandaðra vinnubragða nokkuð í sama dúr og gert hefur verið í þessu við- tali. Stórkaupmenn lögðu aftur á móti áherslu á að of mikill seinagangur ríkti í afgreiðslu- háttum hjá okkur, of mikið fari í skoðun og óþarfi væri að taka 'hart á ,,smá“ yfirsjónum eins og því að tilgreina rangt toll- skrárnúmer eða leggja ekki inn pappíra á réttum tima. Annars finnst mér rétt að það komi fram hér, að mér hefur verið mi'kill styrkur af nánu og góðu samstarfi við Félag ísl. stór- kaupmanna, formenn þess og framkvæmdastjóra alveg sér- staklega, en við höfum hittst öðru hverju og komið þá á framfæri ábendingum um ým- islegt sem betur má fara. Mér er að sjálfsögðu ljóst að ekki hefur tekist að verða við öllum óskum innflytjenda, en mikils- vert er að málin séu skýrð gagnkvæmt. PV 4 1977 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.