Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 53

Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 53
frá 12/2 fl. til 96/2 fl. Þetta er ákvarðað í reglugerð nr. 362/ 1975, um tollfrjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum. Fer magn- ið eftir lengd ferðarinnar, að því er varðar sjómenn. Sumir þeirra, þ.e. skipstjóri, 1. stýri- maður, 1. vélstjóri og bryti fá tvöfaldan skammt eða magn miðað við aðra skipverja vegna risnu. Aðrir landsmenn mega ékki flytja inn áfengan bjór, sem kunnugt er. >á er í framangreindri reglu- gerð að finna ákvæði um toll- frjálsan innflutning ísl. ferða- manna, farmanna og flugliða á öðrum varningi, þ.á.m. tóbaki og áfengi. Tollfrjáls innflutn- ingur á tóbaki er frá 100 stk. af vindlingum til 800 stk., eða samsvarandi magn af öðru tó- baki. Á áfengi er magnið frá 3/8 ltr. til 4x3/4 ltr. Tollfrjáls innflutningur á öðrum varningi er í krónutölu frá 3.000 til 14.000. F.V.: — Hvað um starfsmenn íslensku utanríkisþjónustunn- ar? Tollstjóri: — Ekki að öðru leyti en því, að heimilt er að veita starfsmönnum utanríkis- þjónustunnar undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda af bifreið, er þeir flytja heim eftir a.m.k. þriggja ára samfellt starf erlendis. Þetta gildir þó ekki örar en einu sinni á sjö árum. F.V.: — Hve fjölmennt lið vinnur við hið beina tollgæslu- eftirlit hér á landi? Tollstjóri: — Um eitt hundr- að tollgæslumenn eru í fullu starfi á landinu öllu. Nokkuð er einnig um það, að lögreglu- mönnum hefur verið falið toll- eftirlit á stöðum utan Reykja- víkur samhliða lögreglustarf- inu. F.V.: — Stundum heyrast raddir um, að tollgæsla víða úti á landi sé áberandi lakari en hér í Reykjavík. Er þetta rétt? ToIIstjóri: — Það er aðeins tollgæslan í Reykjavík sem heyrir undir mitt starf. Það er því ekki rétt að ég tjái mig um aðra staði í samanburði við Reykjavík. „Sértu velkominn heim.“ Tollgæslan heldur um borð í einn af Fossunum, nýkominn frá útlöndum. Reynslan sýnir að grannskoðun í hverju horni um borð í farskipum er ekki ástæðulaus. F.V.: — Eru uppi áform um að herða tollgæsluna í landinu? Tollstjóri: — Það eru alltaf uppi áform um að halda uppi fullri tollgæslu og reynt er að herða hana og styrkja eftir getu. Raunhæfasta efling toll- gæslu er að mínu mati aukið samstarf við tollyfirvöld í helstu viðskiptalöndum okkar og á því sviði er mikið verk framundan. F.V.: Eru smyglmál stærri og mciri hér á landi en hjá öðrum þjóðum, t.d. Norðurlandabúum og er ástæða til að ætla, að við séum mciri smyglarar en aðrir, að sjálfsögðu miðað við mann- fjölda? Tollstjóri: — Engin könnun hefur verið gerð á þessu, en mér segir svo hugur að smygl- mál séu hér ekkert stærri en annarstaðar. Auðvitað er þá miðað við það sem upp kemst. Annars hef ég orðið þess var að mikils misskilnings gætir þegar smygl ber á góma manna á meðal. Þannig er mönnum gjarnt að telja að smygl sé að aukast ef ört kemst upp um smygltilraunir. Það segir auð- vitað litla eða enga sögu um það, sem í gegn kemst og er þar með oi’ðið raunverulegt smygl. Nei ég held að við íslendingar séum ek'kert meiri smyglarar en þegnar annarra þjóða. Hér skiptir miklu fyrir stjómvöld sem reglurnar setja, að hafa þær þannig, að ekki særi rétt- lætiskennd manna. Reglur, sem stríða gegn heilbrigðu almenn- ingsáliti eru slæmar reglur og ekki til þess fallnar að eiga sér langa lífdaga. Þær laða fólk til að víkja sér undan þeim og gerast þar með lögbrjótar. Það er því mikilvægt, að stjórnvöld beri gæfu til að rata hér hinn gullna meðalveg, setja reglur, sem eru ákveðnar án þess að vera ósanngjarnar. FV 4 1977 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.