Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 56

Frjáls verslun - 01.04.1977, Side 56
Hveragerði: Fólk kaupir blóm og plöntur til að hafa með sér langar leiðir Rætt við Paul Hlichelsen, garðyrkjumann hús. — Þessi skáli var svo byiggður seinna, sagði Paul. — Það var voðalegt átak að byggja skálann því lítil lána- fyrirgreiðsla fékkst. Þetta var gert með góðri hjálp vina og víxlaslætti. Svo hefur maður puðað hérna öll þessi ár og yfirleitt haft opið til miðnættis Flestir sem leið hafa átt um Hveragerði kannast við Blómaskála Michelsens, þar sem um árabil var lítill api, þar sem urmull af páfagaukum og finkum flögrar um í búrum, þar sem hermikrák- an Margrét spyr mann að nafni og segir: „Komdu sæl Sigga mín“. Og síðast en ekki síst, þar sem úir og grúir af pottaplöntum og alls kyns blómum og jurtum. — Þegar ég byrjaði í garð- ybkjunámi hérna uppi í Fagra- hvammi vissi ég ekkert ihvað ég var að gera, sagði Paul Michel- sen þegar Frj'áls verslun heim- sótti 'hann nýlega. — Hins veg- ar hef ég aldrei séð eftir því að fara í garðyrkjuna. Bæði hef ég haft af henni ómælda ánægju og svo ihefur mér hlotnast margvíslegur heiður vegna garðyr'kjustarfa minna. Vænst þykir mér þó um heiðursverð- laun sem ég fékk á sýningu í Kaupmannahöfn 1968, en þau vo.ru fyrir góða uppsetningu. Ég fór með blómin í lestinni á Gullfossi og var ógurlega hræddur um að þau dræpust öll, en sem betur fór slapp það allt. Blómunum var svo komið fyrir á lítilli hæð á sýningar- básnum og var þar módel af gróðurhúsi og tveir gerviihver- ir, sem gusu. Það var óskaplega dýrt að setja upp sýninguna, en danska garyrkjufélagið var svo vinsamlegt að greiða þann kostnað af því ég var svo langt að kominn. BYRJAÐI MEÐ 100 M? GRÓÐURHÚS Paul Michelsen stofnaði sitt eigið fyrirtæki árið 1956 og byggði þá 100 fermetra gróður- Paul og Sigríður Michelsen í blóma- skála sín- um í Hveragerði en þar starfa þau bæði ásamt tveim son- um sínum. 56 FV 4 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.