Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Qupperneq 63

Frjáls verslun - 01.04.1977, Qupperneq 63
menningarlegrar starfsemi. Staðurinn er ungur og fólkið er ungt og mikil gróska í öllu félagslífi. Vegna þessa var á- kveðið að ráðast í byggingu stórs félagsheimilis, sem er gíf- urleg framkvæmd og verður að fara fetið með. í toúsinu á að verða veitingasalur, sem nú er verið að taka grunn að og á að verða fokheldur á næsta ári. Þá verða þar 3 samkomusalir, leik- hús og 20 hótelherbergi. Grunn- ur, sem byggður var í fyrra kostaði um 30 milljónir. Þetta framtak er eingöngu fjármagn- að af sveitarfélaginu og með lánum úr Framkvæmdasjóði og Byggðasjóði. Forráðamenn þessara sjóða eiga þakkir skilið fyrir skilning á þörf okkar fyrir þessa aðstöðu. AÐALSKIPULAG Fyrsta aðalskipulag Selfoss var samþykkt 1971 og var því ætlað að ná til ársins 1991. Skipulagið hefur staðist nokk- uð vel. Það hefur verið breytt fáeinum þáttum í því, en grund- vallarendurskoðun Ihefur ekki farið fram. SUNDLAUG Á fjárhagsáætlun þessa árs eru ætlaðar 8 milljónir til byggingar búningsklefa og upp- setningar á útisundlaug. Þetta er útilaugin sem notuð var á landsmóti Ungmennafélaganna á Akranesi og var hún keypt hingað. SORPSTÖÐ Selfosshreppur hefur fest kaup á sorpmölunarvél frá Englandi og hefur öðrum þétt- býlisstöðum í nágrenninu verið boðið að taka þátt í þeim kaup- um. Stendur til að byggja yfir vélina næsta sumar í Hellis- mýri, þar sem öskuhaugar Sel- foss eru nú. Selfosshreppur hef- ur haft samstarf við Hvolsvöll, Hellu, Eyrarbakka, Stokkseyri og iHveragerði síðan 1971 um sorþheimtu, en sorpeyðingu hefur ekki verið gerð skil fyrr en nú. Þessi nýja vél á að mala sorpið í salla, sem síðan verður notaður í uppfyllingu. Hella: Fimmtíu ára afmælis verslunar- staðarins minnst i sumar Þegar Frjáls verslun átti leið um Hellu fyrir skömmu, var sveitarstjórinn, Jón Gauti Jóns- son tekinn tali og beðinn að skýra lesendum blaðsins frá helstu verkefnum Rangárvalla- hrepps. SUNDLAUG — Stærsta verkefnið fram- undan, sagði Jón Gauti, er að koma upp sundlaug með bún- ingsklefum. Teiknivinnu er að ljúka núna og á að reyna að byrja á framkvæmdum sem fyrst. Laugin verður 11x25 metrar að stærð og búnings- klefarnir verða 273 m- með af- greiðsluplássi. Undir þeim verð- ur kjallari, sem við ætlum að nýta fyrir smærri líkamsrækt- arstarfsemi. Fy.rirmyndina höf- um við frá Selfossi. Við komum til með að einbeita okkur að þessu sem aðalverkefni á naest- unni, en ætlunin er að gera bygginguna fokhelda í haust. íþróttahús verður byggt seinna og nýtast þá búningsklefarnir við það. Hér á Hellu var þörfin orðin brýn fyrir alla íþ.róttaað- stöðu og mál til komið að hefja þessar framkvæmdir. Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri á Hellu. sem Knútur Soheving teiknaði. Þá á að koma upp minnisvarða um Þorstein Björnsson, sem fyrstur byggði hér á staðnum. Verður minnisvarðanum 'komið fyrir á útivistarsvæði á bakka Rangár, en þar höfum við ver- ið að snyrta til að undanförnu. Vegna afmælisins er líka stefnt að því að snyrta umhverfi þorpsins sem mest. 50 ÁRA AFMÆLI Á næsta sumri verður haldið upp á 50 ára afmæli Hellu sem verslunarstaðar. Vegna afrnæl- isins var auglýst samkeppni innan hreppsins um gerð skjaldarmerkis fyrir Hellu. Bár- ust okkur 9 tillögur og var sam- þykkt að taka í notkun merki, GATNAGERÐ Stærsta verkefni sveitarfé- lagsins síðustu tvö ár hefur tví- mælalaust verið gatnagerðin. Okkur hefur orðið nokkuð á- gengt á því sviði. Komið er bundið slitlag á aðalgötuna og tvær íbúðargötur og á síðasta ári voru lagðar 4 nýjar íbúðar- götur með tilheyrandi lögnum. FV 4 1977 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.