Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Síða 98

Frjáls verslun - 01.04.1977, Síða 98
HÉ ritstjórn Byggðaþróunin Mjög líflegar, en á köflum fremur gífuryrt- ar umræður, lial'a orðið að undanförnu um framkvæmd hinnar svonefndu byggðastefnu. Menn hafa notað hin margvíslegustu tilefni til að kveðja sér liljóðs um nauðsyn aukinn- ar uppbyggingar í einstökum landslilutum og i sumum tilvikum hafa tilfinningarnar ldaupið með þá í gönur, þannig að málflutn- ingurinn hefur fyrst og fremst verið upphróp- anir um ágæti mannlífsins á einstökum kjálk- um landsins og hrakyrði í garð þeirra, sem annars staðar búa. Hvað sem segja má um byggðastefnu og hvernig framkvæmd hennar kemur við fólk 1 hinum ýmsu kjördæmum landsins eða landshlutum, er það stórhættulegt, ef þessai- umræður eiga eftir að einkennast af byggða- ríg og tortryggni milli landsmanna eftir því hvar þeir eru búsettir. Islendingum er þörf á öðru en ala á sundrung og innbyrðis deilum eða metingi milli landshluta. Einn þáttur þessara nýlegu byggðastefnu- umræðna eru vaxandi áhyggjur, sem kjörnir fulltrúar fólksins á þéttbýlissvæðinu suð- vestanlands liafa látið í ljós vegna erfiðra uppvaxtarskilyrða atvinnufyrirtækja í sínum umdæmum á sama tíma og mikil gróska er i uppbyggingu atvinnulífsins víða á öðrum landshornum með öflugri tilstuðlan opin- berra fjárfestingarsjóða, með Byggðasjóðinn í fararbroddi. Það eru sannarlega uggvænleg tíðindi, sem fram komu í viðtali við borgarstjórann í Reykjavik fyrir nokkru, er hann benti á tölu- legar upplýsingar, sem gefa til kynna, að verulega hefur dregið úr því aflamagni, sem lagt er upp til vinnslu í Reykjavik hin síðustu ár. Hér er ekki átt við hlutfall Reykjavíkur af landsmeðaltali, sem farið hafi niður á við, heldur tonnafjöldaim sjálfan. Ekki er nema eðlilegt, að talsmenn Reykvíkinga vckji máls á þessum staðreyndum í samanburði við ])á eflingu atvinnufyrirtækja úti á landsbyggð- inni, sem fram hefur farið að undanförnu og þcss árangurs, sem þegar er farinn að segja til sín af j)ví starfi og birtist meðal annars í nokkru hærri tekjum fólks í öðrum lands- hlutum eða fullum jöfnuði við Reykjavík. Byggðastefnan scm slík cr góðra gjalda verð og fráleitt er að hverfa frá grundvaUar- atriðum hennar, að búa fólki i öllum lands- hlutum sambærileg lífskjör. En hins vegar er tímabært að spyx-ja, hve langt skuli gengið á þeirri braut að láta aðra landsliluta en Reykjavík og þéttbýlissvæðið í nági*enni liöf- uðborgariimar njóta forgangs við úthlutanir úr opinberum lánasjóðum, sem fjármagnaðir eru af sameiginlegum eigum þjóðai'heildai*- með bundnu hlutfalli al' fjárlögum ríkisins. Það er engan veginn óeðlilegt, og alls ekki gert af neinum fjandskap i garð íbúa annarra landshluta, þótt Reykvíkingar og nágrann- ar þeirra nefni þessi mál opinberlega og vilji vara við ])vi að sú þróun i atvinnumálum, sem þegar cr orðið vart, haldi liömlulaust áfram. Því er þó ekki að neita, að nafn Reykja- víkur er nefnt í skýrslum um lánveitingar úr Byggðasjóði l!)7ö. Það er gert m.a. með þeirn Iiætii, að Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hafi fengið 2 milljón króna lán til beitartil- rauna á hálendi og Hagstofa Islands 500 þús. króna framlag til athugunar á framfærslu- kostnaði á nokkrum stöðum utan Rcykja- víkur! Umræddar stofnanir liafa óneitanlega aðsetur í höfuðborginni en deila má um hag- nýtt gildi umræddra verkefna fyrir ibiia höf- uðstaðarins. Fullt tillit verður að taka til atvinnufyrii*- tækja, sem aðsetur hafa á höfuðborgarsvæð- inu. Öhæfa er að helmingur þjóðarinnar sjái ekki fram á jafngóð tækifæri til atvinnuupp- byggingar og aðrir landsmenn gera. Það verður að skapa atvinnufyrirtækjum í höf- uðborginni og nágrannabyggðum eðlilcg vaxtarskilyrði og korna þannig í veg l'yrir að opinberir aðilar, ríki eða sveitarlélög þurfi að blanda sér enn meir en orðið er i rekstur atvinnufyrirtækja til að tryggja l'ólki nauðsynlega vinnu. Segja má að þetta sé mergurinn málsins hjá talsmönnum þéttbýlisins í umræðum um byggðaþróun. Það eru viðvörunarorð í tíma töluð án alls skætings í garð annai'ra lands- manna. Eru það drengileg vinnubrögð, sem ýmsir lulltrúar strjálbýlisins á Alþingi og í í’áðherrastólum mega taka sér til fyrir- myndar. 98 FV 4 1977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.