Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 21
Hafskip hf. á nú flmm skip.
„ Viönám gegn
markaösdrottnun,,
sé nefnt,“ sagöi Finnbogi enn
fremur. Skipafélagið Vík h.f. er
hlutafélag, eign nokkurra ein-
staklinga og hjá því starfa nú 35
manns, allt Islendingar. Er Finn-
bogi var að því spurður hvort hann
hefði í hyggju að bæta við sig
skipum, svaraði hann því til, kím-
inn, að ekki væri venja að auglýsa
slíkt, en heldur taldi hann ólíklegt
að fyrirtækið réðist í skipakaup á
næstunni. Nokkuð gott jafnvægi
ríkti hjá fyrirtækinu og staða þess
þokkaleg á íslenzka flutninga-
markaðnum. Muninn á línuflutn-
ingunum svo nefndu eða áætlun-
arflutningunum og leigusiglingun-
um sagði hann svipaðan og mun á
leigu- og áætlunarflugi. ,,Ef þú ert
með mikið magn eru meiri líkur á
hagstæðum farmgjöldum hjá okk-
ur en hjá félögunum sem hafa
fastar áætlunarferðir. Sért þú svo
meðt.d. 500 tonnafraktgeturfarið
að borga sig fyrir þig aö leigja heilt
skip. Annars skiptir auðvitað máli
hver flutningurinn er.“
Árangurinn
hefur ekki látið á
sér standa hjá
Hafskip
„Við höfum verið að gera gagn-
gera úttekt á rekstri félagsins og
öllu starfsskipulagi og árangurinn
hefur ekki látið á sér standa. Gott
dæmi er framlegðaraukningin,
þ.e. hagnaður á undan fjár-
magnskostnaði og afskriftum,
milli áranna 1977 og 1978 úr 170
milljónum í 482 milljónir eða um
183,5%. Sú stefna hefur verið tek-
in upp að hasla félaginu völl á
sviði almennra vöruflutninga með
reglubundnum áætlunarsigling-
um, en áður vorum við aðallega í
þungaflutningum á járni, mjöli og
slíku.“ Þetta sagði Ragnar
Kjartansson, framkvæmdastjóri
hjá Hafskip h.f., er Frjáls verzlun
hafði tal af honum í aðalstöðvum
fyrirtækisins í Hafnarhúsinu í
Reykjavík.
,,Þá höfum við í auknum mæli
reynt að nýta okkur ýmis konar
tækniþekkingu t.d. er Einar Her-
mannsson, skipaverkfræðingur,
að undirbúa fyrir okkur álitsgerð
um möguleika fyrirtækisins .á því
sviði og væntum vió mikils af starfi
hans. Það, sem Hafskip h.f. vantar
nú mest er góð aöstaöa við hafn-
arbakka hér í Reykjavík, helzt við
Sundahöfn, þá gætum við sett
vöruna beint í geymslu í stað þess
að þurfa að aka henni í vöru-
geymslu, stundum langar leiðir,
eins og við verðum nú aó gera.
Það má því segja, að stjórnvöld
hafi framtíð þessa fyrirtækis í
hendi sér og að hvað miklu leyti
samkeppni eða markaðsdrottnun
fær að þróast í þessari atvinnu-
grein,“ sagði Ragnar.
Hafskip er liðlega tuttugu ára
gamalt og á nú 5 skip, sem halda
uppi reglubundnum siglingum
milli íslands og 10 Evrópuhafna.
Laxá er þeirra stærst, miðað við
cub.fet eða 115.000. Samtals er nú
skipastóllinn 3528 br. rúml. Þá
hefur felagið verið með eitt til tvö
leiguskip í förum milli landa. Fast-
ráðið starfsfólk er nú 192. Hafskip
rekur vörugeymslur í Granda-
skála; við Loðnugranda og í gamla
Tívolí við Njaröargötu.
Hluthafar í Hafskip h.f. eru hátt á
þriðja hundraö og segja þeir Haf-
skipsmenn að með þátttöku í fyrir-
tækinu sé veitt viðnám gegn
markaðsdrottnun og þeim yfir-
gangi og hugarfari, er slíkri að-
stöðu getur fylgt.
21