Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 35
margvíslegir við þær aðstæður sem þarna ríktu. Þar að auki gefur hver hola tiltölulega lítið af sér. Hér eru tölur til samanburðar: I Vestur- og Mið-Asíu allt að 1000—2000 jafnvel 3000 lestum á sólarhring. En þar sem best lætur í Vestur-Síberíu ekki nema 200. Þetta hefur í för með sér mikinn kostnað. En hvað gerist samt ekki? Vestur-Síbería gaf ekki aðeins 125 þúsund lestir 1975, heldur 148 þúsund. 1977 meira en 218 milljónir. Samkvæmt áætlun á hún að gefa af sér 254 milljónir 1979. Og 1980 — 315 milljón tonn. Á 10 árum hefur þetta frumskógahérað orðið und- irstaðan að olíuvinnslu landsins. Nú er búið að byggja þar upp kröftugan kemiskan iðnað og gasvinnslu. Verið er að nema land við Ob-fljót á 1 milljón ferkíló- metra svæði — álíka og England, Spánn og Ítalía til samans. Nú gefur Tjúmen af sér nærri helming allrar olíu í Sovétríkjunum og feikimikið magn af gasi. Á næstu 10 árum verður það Vestur-Síbería, sem stendur að mestu leyti undir vinnsluaukningunni á þessu dýr- mæta hráefni. Nú verða þáttaskil í þróunarferli þessa héraðs og flókin vandamál bíða lausnar. Það þarf að tvöfalda eða þrefalda starfsemina. Það þarf að fjár- festa bæði í efniskaupum og nýrri tækni. Og þangað þarf að flytja fleira fólk. Nýjar auðlindir: Leitin verður erfiðari og vinnslan dýrari Við sjáum fram á víðtæka leit að nýjum hráefnis- lindum bæði í Vestur- og Austur-Síberíu, segir Alex- ander Sídorénko varaforseti AN. En það er æ erfiðara að nýta þær: viö þurfum að bora æ dýpra, færa okkur austar og norðar inn á svæði, sem eru fjær byggðu bóli. Það er 'A dýrara að hlaða úr múrsteini yfir vetrar- tímann og 1/10 dýrara að steypa, jafnvel þar sem loftslag er milt. Og það er einmitt í Austur-Síberíu, sem kuldinn er hvað me'stur og hefur mælst allt að 71 gráðu frosti. Framleiðslan er því dýrari á norðlægum slóðum, en þegar sunnar dregur. En þrátt fyrir alla erfiðleikana er sífellt verið að auka auðlindanýtinguna. Og það erekki aðeins olía og gas, sem um er að ræða. Þótt áhugi á olíu hafi vaxið í Sovétríkjunum þýðir það ekki, að menn hafi misst áhugann á öðrum tegundum eldsneytis. Á árunum 1950—75 hefur kolavinnsla, t.d. aukist úr 261 milljón lesta í 701 milljón. Og hún heldur áfram að aukast. Það er einnig mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvernig best sé að nýta hin ódýru brúnkol, sem mikið er af í Austur-Síberíu. Það er fyllilega raunhæft, að á 10—20 árum verði unnt að koma vinnslunni upp í milljarð lesta. En með núverandi vegakerfi er óhugs- andi að unnt sé að flytja öll þessi kol í burtu. Það er hægt að leysa þetta með tvenns konar aðferðum: annað hvort með því að byggja nýja hraðbraut eða breyta kolaorkunni í raforku áður en hún er flutt, með því aó brenna þau á staðnum. Ef seinni kosturinn er valinn þarf að nota nýja aðferð til að flytja rafstraum. Gert er ráð fyrir að byggja 10 rafstöðvar með saman- lögðum styrkleika 50 milljónir kílóvatta, segir orku- málaráðherra Sovétríkjanna, Pjotr Néporozní. Þessa orku má nýta bæði í austur- og vesturhluta Sovétríkj- anna. í Síberíu verða vitaskuld einnig byggð vatnsorku- ver, jarðhitaorkuver og leitast við að leysa vandamál í tengslum við nýtingu kjarnorku. Orkumál verða sem sagt leyst sem heild án þeirrar einhæfni, sem fylgir markaðslögmálunum. Þessi viðhorf leióa til skyn- samlegrar nýtingar auðlinda sem fyrir hendi eru. Síbería getur flutt út fleira en orku og hráefni Ef þú kemur í heimsókn til Síberíu og spyrð heima- menn af því af hverju þeir séu stoltastir, færðu senni- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.