Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 41
Stolichnaya er eina rússneska vodkað sem nú er á Bandaríkja- markaðnum. Innflutningur þess byrjaöi árið 1972, en þá tók bandaríska fyrirtækiö ,,Pepsico lnc.“ að sér dreifingu þess þar vestra. Auglýsing er afl... Pepsico setti markiö hátt. Þeir ákváðu að verja rúmlega einni milljón dollara á ári í auglýsinga- og kynningarstarfsemi á Stolich- naya. Árangurinn varð sá, að fyrsta árið seldi Pepsico 18 þús- und kassa af Stolichnaya en eftir 5 ára auglýsingaáætlun var salan komin upp í 200 þúsund kassa. Nú er svo komið að Stolichnaya vodka er um 60% af öllu vodka sem selt er á Bandaríkjamarkaði. Það er dálítið athyglisvert að skoða þau markaðstæknilegu vandamál sem Pepsico átti við að etja, en samkvæmt upplýsingum frá markaðsráðgjöfum fyrirtækis- ins voru þessi vandamál tvenns konar: I fyrsta lagi stóðu flestir Banda- ríkjamenn í þeirri trú að allt vodka sem væri á boðstólum væri flutt inn frá Rússlandi. Heiti þessarar vöru og merking hennar var þannig úr garði gert, að allt benti til þess að hún væri frá Rússlandi. Staðreyndin var sú að þetta voru eftirlíkingar af rússnesku vodka framleiddar í Bandaríkjunum. I öðru lagi hafði almenningi í Bandaríkjunum verið talin trú um að allt vodka væri nákvæmlega eins, þ.e. bragðlaust, lyktarlaust og litlaust. Þessi útbreiddi mis- skilningur gerði það að verkum, að næstum því ómögulegt var aö benda á einstaka kosti einnar teg- undar, t.d. bragð eða önnur gæði, þar sem enginn tók mark á slíku. Ekki bætti það úr skák, að mest af vodka var drukkið í blönduðum drykkjum, eins og t.d. „Bloody Mary" með tómatsafa og „Screw- driver" með appelsínusafa. Dæminu snúið við Til þess að vinna bug á þessum meinlokum notaði Pepsico ákveðna höfuðsétningu í öllum sínum auglýsingum: STOLICH- NAYA ER EINA VODKATEGUND- IN SEM ER FLUTT INN FRÁ RÚSSLANDI. Að sögn hins bandaríska blaðs er engum blöðum um það að fletta, að Stolichnaya vodka er bragðbetra en allar aðrar vodka- tegundir á Bandaríkjamarkaði. En vegna þess að bandarísk lög leyfa ekki fullyrðingar um bragð, var valin sú leiðin aö leggja áherzlu á það í auglýsingunum að Stolich- naya vodka ætti fyrst og fremst að neyta án íblöndunar annarra drykkja. Á þennan hátt tókst að vinna þessari vodkategund vin- sældir, fólk var furðu fljótt að finna muninn. Áður en langt var um liðið var Stolichnaya orðið viðurkennt sem leiðandi merki á þessu sviði. Nú er Stolichnaya selt í 50 fylkj- um Bandaríkjanna og í 70% þeirra 253 þúsunda vínverzlana sem þar starfa, en innifalið í þeirri tölu eru vínveitingahús og hótel. Það munu vera yfir 2 þúsund vínmerki á Bandaríkjamarkaði. Aöeins 60 þeirra seljast í meira magni á ári en 500 þúsund kassar og það hefur tekið dreifingaraðilana 15—20 ár að ná því magni. Pepsico gerir ráð fyrir því að Stolichnaya muni fara yfir sölumörkin 500 þúsund kassar strax árið 1981. Sagan Aö baki Stolichnaya vodka og vinsældum þess liggur aldagömul reynsla og rússnesk hefð. Vodka hefur verið bruggað og brennt í Rússlandi allar götur síðan á 10. öld. Rússneskir annálar greina frá byggingu vodka-brugghúss á 12. öld. í ferðasögum frá fyrri öldum geta sögumenn oft um rússneskt brennivín sem taki öllu öðru fram um bragðgæði og er ekki neinum blöðum um það að fletta, að þar eiga þeir við vodka. Það sem einkum veldur bragögæðum Stolichnaya vodka er að það er sí- að bæði í gegnum kvartz og viðar- kol. Á Islandi Stolichnaya vodka hefur veriö á islenzkum markaði um árabil og átt sívaxandi vinsældum að fagna. Auk þess hefur verið flutt inn Ara- rat koniak frá Rússlandi, en það er þruggað í Armeníu við rætur fjallsins Ararats, en á tindi þess er sagt að örkin hans Nóa hafi strandað á sínum tíma. Þá er væntanlegt á markaðinn rúss- neskt rauðvín, en það kallast „Rubin Krima" og þykir með afbrigðum gott. Vínsælir drykkir Til eru margir vinsælir drykkir blandaðir Stolichnaya vodka. Hér verða tekin nokkur dæmi: Creamy Screwdriver Tvöfaldur Stolichnaya vodka, ein lítil eggjarauða, 6 hl. appelsínu- safi, % bolli fínmulinn ís og ein te- skeið af sykri. Þetta er sett í blandara og blandað í 20 sekúnd- ur og síðan hellt í stórt glas með 2—3 ísmolum og glasið síðan fyllt með því að bæta í það ísmolum. Simon’s Hot Pants 2/6 Stolishnaya vodka, 2/6 Coin- treau, 1/6 Royal Mint, 3/6 sít- rónusafi og kirsuber. Þetta er hrist saman. Höfundur er Símon Sigur- jónsson barþjónn á Nausti. Maxi 3/6 Stolichnaya vodka, 3/6 Dom Benedictine, sítrónusafi, Seven Up og Grape, ein sítrónusneiö og kirsuber. Þetta er hrært og borið fram með strái. Höfundur er Sigurður Haraldsson barþjónn. Vodka Grand Mariner 1,5 Stolichnaya vodka, 1 /2 Grand $• Mariner, 1 /2 lime-safi og ein appelsínusneið. Þessu er hrært ;•:• saman við ís og hellt yfiur klaka í glasi. •:•:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.