Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 67
Mörg hljómplötu-
umslögin frá Prisma
Ofsettprentsmiðjan og filmugerðin Prisma er staðsett við
Reykjavíkurveg númer 64 og er fyrirtækið nýflutt í nýtt og
rúmgott húsnæði. Reyndar var ekki farið langt frá gamla
staðnum eða aðeins nokkra metra því að Prisma hafði aðsetur
sitt áður í sama húsi og nú, en nú er öll starfsemin á einni hæð
í staðinn fyrir tveimur áður. Eigendur fyrirtækisins eru tveir,
þeir Baldvin Halldórsson og Ólafur Sverrisson. Þeir hófu
rekstur fyrirtækisins fyrir sex árum og að eigin sögn hafa þeir
aldrei síðan séð fram úr verkefnum. Prisma veitir alhliða
prentþjónustu, s.s. litgreiningu, filmuvinnu og alla ofsett-
prentun. Mikið hefur verið prentað af plötuumslögum hjá þeim
en það er aðeins einn þáttur í hinni fjölbreyttu þjónustu. Þeir
félagar reka einnig einu Ijósmyndavöruverzlun Hafnarfjarðar:
Myndahúsið sem er í sama húsnæði og prentsmiðjan. Þar er
mikið úrval af allskonar Ijósmyndavörum á boðstólum, bæði
fyrir byrjendur og þá sem lengst eru komnir í faginu. í samtali
við Baldvin Halldórsson kom fram að reksturinn gengi mjög
vel og að mjög gott væri að vera í Hafnarfirði.
„Annars skiptir engu máli hvar prentsmiðja er staðsett og til
dæmis er það þannig hjá okkur að við vinnum fyrir aðila, alls
staðar að af landinu," sagði Baldvin ennfremur. Starfsmenn
Prisma eru nú 8 að tölu og þeir Baldvin og Ólafur kappkosta að
vera með sem nýjustu og fullkomnustu tæki sem völ er á og er
Prisma því vel tækjum búin.
Við bjóðum nú betri
þjónustu við útsending-
ar á mat en þekkst hefur
áður hér á landi.
Við skömmtum matinn t
einangraða bakka, sem
halda matnum heitum í
að minnsta kosti 2 klst.
Við þorum að fullyrða,
að þetta sé heppilegasta
lausnin við útsendingar
á mat.
Matstofa
Miðfells sf.
Funahöfða 7 — Reykjavík.
Símar: 31155—84939
67