Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 26
nýjar leiðir til að draga úr þyngd,
draga úr loftmótstöðu og eyðslu
hreyflanna, svo að þessi flugvél
verður hagkvæmari en jafn stór
flugvél, sem notar tækni gær-
dagsins. Þetta eru ekki stór skref,
heldur mörg lítil, sem verða mikil-
væg, þegar þau koma saman.
— Hvað verður um Airbus
þegar nýju vélarnar ykkar koma á
markaðinn?
— Airbus er ágæt flugvél. Að
stærð er hún á milli 767 og DC10
svo að hún á eðlilegt sæti á mark-
aðnum. Við teljum að 767 verði
heldur hagkvæmari en Airbus
B10, sem erjafn stór. Það er vegna
þess að 767 er grennri, léttari og
hefur minni loftmótstöðu. Airbus
er með átta sæti í röð, en 767
verður með 7 sæti í röð.
— Hvað er næsta stóra skrefið
í loftferðum?
— Ég sé ekkert stórt skref. Við
lengjum sennilega 747. Við end-
urbætum 767 og 757. Þessar nýju
flugvélar verða hljóðlátari og nota
minna eldsneyti. Þær eyöa ekki 25
prósent minna eða eitthvað því-
umlíkt, en þær verða það miklu
hagkvæmari, að réttlætanlegt
verður að kaupa þær. 727 hefur
reynst frábær flugvél, en 1982
teljum við tímabært að framleiða
flugvél, sem er örlítið stærri, eyðir
minna eldsneyti á hvern farþega
og gerir það með minni hávaða.
FYLGIST MEÐ
EFNAHAGSMÁLUM
1 HAGTÖLUM MÁNAÐARINS birtast töflur um:
• PENINGAMÁL
• GREIÐSLUJÖFNUÐ
• UTANRIKISVIÐSKIPTI
• RlKISFJÁRMÁL
• FRAMLEIÐSLU OG
FJÁRFESTINGU
og fleira.
Gerist áskrifendur.
Hagfræðideild
f Hafnarstræti 10-12.
■'kue&P Sími 20500.
26