Frjáls verslun - 01.04.1979, Blaðsíða 50
Hekla hefur selt 3,1 milljón
flíkur til Sovétríkjanna
Fataverksmiöjan
Hekia á Akureyri hef-
ur framleitt peysur á
Sovétmarkað í 19 ár.
Fataverksmiðjan Hekla á Akur-
eyri hefur selt samtals 3,1 milljón
flíkur til Sovétríkjanna síðan við-
skipti hennar við aðila þar hófust
árið 1960. Magnið sem flutt var út
þá voru 5000 peysur. Fluttar eru út
heilar og hnepptar lopapeysur og
á síðastliðnu ári var farið að flytja
út trefla til Sovétríkjanna. Með
framleiðslu síðasta árs og þessa
árs hafa verið seldir um 220 þús-
und treflar til Sovétríkjanna. Nú í
fyrsta skipti á þessu ári framleiðir
Fataverksmiðjan Hekla lopapeys-
ur fyrir börn á Sovétmarkað.
Útflutningsverðmæti þessa árs
samkvæmt núverandi gengi er um
800 milljónir króna. Langmestur
hlutinn eru peysur, þ.e. lopapeys-l
ur í sauðalitunum, að sögn Sig-
urðar Arnórssonar, framkvæmda-
stjóra Fataverksmiðjunnar Heklu á
Akureyri.
— Áætlað er, að frá upphafi
viðskiptanna til 1970 hafi verið
unnar hjá Heklu fyrir þennan
markað um ein milljón peysur og
frá 1970 og með framleiðslu þessa
árs 2,133,532 flíkur, sagði Sigurð-
ur.
Framleiðslan fyrir Sovétmark-
aðinn er áætluð 45% af heildar-
veltu Fataverksmiðjunnar Heklu á
þessu ári, bæði með framleiðsl-
unni fyrir innanlands- og utan-
landsmarkaðinn, að sögn Sigurð-
ar.
Skrifað var undir samninga við
Sovétmenn í janúar s.l. og hefur
fyrirkomulag samningavióræðn-
anna verið þannig, að samninga-
nefndirfrá sovésku kaupendunum
og samninganefnd frá Samband-
inu fyrir hönd fataverksmiðjunnar
Heklu hafa hist, annað hvort í
Moskvu, eöa hér á landi.
Það eru tveir aðilar í Sovétríkj-
unum, sem kaupa framleiðsluna
frá Heklu, annars vegar fyrirtækið
Rasno Export, sem er stærri
kaupandinn og sovéska sam-
vinnusambandið, en hlutur þeirra í
kaupunum hefur aukist, að sögn
Sigurðar Arnórssonar.
Flíkurnar frá Heklu eru fluttar til
fimm mismunandi dreifingarmið-
stöðva í Sovétríkjunum, og þaðan
er þeim dreift í verslanir víðs vegar
um landið. Hjá Fataverksmiðjunni
Heklu á Akureyri er framleiðslan
fyrir Sovétmarkaðinn í gangi allt
árið um kring, en um 220 manns
vinna þar viö framleiðsluna.
Samningurinn sem gerður var
við Rasno Export rennur út í októ-
ber, en þá á að vera búið að af-
greiða allar pantanir en samning-
urinn við sovéska samvinnusam-
bandið gildir til áramóta.
Siguröur Arnórsson, fram-
kvæmdastjóri Fataverksmiðjunnar
Heklu á Akureyri sagði aó lokum,
að það sem háði þeim mest væri,
hversu erfitt væri að aðlaga þetta
fjöldaframleiðslufyrirkomulag
þessu rússneska samningstíma-
bili, ef takast ætti að tryggja
starfsfólki jafna og örugga vinnu
allt árið um kring, því framleiðslan
þyrfti að geta gengið alveg stöðugt
allt árið.
Ullarvörur Heklu elns og þær, sem seldar eru til Sovétríkjanna. Sagan segir, að ullarflíkurnar og ábrelður fari beint til
deilda Rauða hersins á norðurslóðum.
50