Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.09.1981, Qupperneq 33
fullyrðingar séu hæpnar, virðist augljóst að margt er sameiginlegt með þessu unga fólki sem nú er að brjóta sér braut upp á toppinn og er þegar komið þangað þar sem það hefur raunveruleg áhrif. Þetta unga fólk er fyrst og fremst ólíkt því sem búast hefði mátt við af ár- gangi 1968, en það er líka ólíkt þeim miðaldarmönnum sem það er nú sem óðast að taka við af. Svo undarlega vill til að mjög fáir þessara ungu manna starfa á hin- um „mannlegri" vettvöngum við- skiptalífsins, eins og t.d. við starfsmannahald, mannleg sam- skipti, umhverfismál, félagsleg mál eða jafnvel almannatengsl. Þeir virðast allir sækja í ,,harð- línuþætti" fyrirtækjanna — þ.e. peningamál, bókhald, tölvu- vinnslu, skipulagningu, hagrann- sóknir, markaðsrannsóknir og framleiðslustjórnun. Þegar þeir mæta á fundum er vasatölva það fyrsta sem þeir leggja á borðið. Þeir eru fyrsta kynslóðin sem lítur á tölvur sem sjálfsagðan hlut til daglegra nota en ekki eitthvert furðuverk vísindanna. Þeir eru ekki „íhaldssamir" í hinum hefðbundna skilningi þess orðs sem markast af afstööu til kynþátta, trúflokka eða kynja. í þeim skilningi eru þeir ákafir frjálshyggjumenn. En þeir eru ekki „frjálslyndir" í afstöðu sinni til rík- isstjórna og áætlana þeirra. Á þeim vettvangi eru þeir ekkert nema íhaldssemin og jafnvel kald- hæðnin. Þeir eru ekki „einangr- unarsinnar". Þeir hafa ferðast mikiö og láta sig ekki muna um að hjóla t.d. um Skotland í sumarfrí- inu. En þeir eru ekki „alþjóða- hyggjumenn" sjötta áratugsins. Það blæðir enn úr opnum sárum Vietnamstríösins. Og „þróun van- þróaðra ríkja" er þeim ekkert „kappsmál". Ákaflega metnaðargjarnir — allt að því ýtnir Afstaöa þeirra til starfsframa í heimi viðskiptanna er allt önnur en búast heföi mátt við af þeim sem böröust svo eindregið gegn „kerf- inu" fyrir rúmum áratug. Þeir vinna óhóflega mikið. Þeir hafa áhuga á starfinu og ætlast til að það sé krefjanai og þeir þurfi að leggja sig fram við það. Og þeir eru fáir sem gefast upp á framabrautinni. Jafnframt eru þeir ákaflega metnaðargjarnir, allt að því ýtnir. Þeim finnst að þeir verði að kom- ast hið skjótasta á toppinn, ef þeir á annað borö eiga að ná þangað. Ástæðan er sú aö þeir finna þrýst- ing frá þeim sem yngri eru, og þeir vita að þessi hópur er stærri en þeirra eigin og verður það næsta áratug eða svo, þar til börn sem fædd eru á upphafsári fæðingar- lægðarinnar 1960 ná fullorðins- aldri. Þannig hafa margir karlar og konur, sem við mig hafa rætt um störf sín og möguleika á starfs- frama, sagt: „Maður verður að vera kominn nærri toppinum 35 ára því ella verður maður troðinn undir." En það er langt frá því að þeir séu „bundnir" fyrirtækinu sem þeir starfa hjá. Þeir líta á það sem áfanga á framabraut þeirra. „Ég held ég ætti að halda mér við þennan banka í þrjú ár í viðbót," sagði einn þessara manna er hann hringdi til að segja mér að hann hefði fengið framkvæmdastjóra- stöðuna sem hann hafði verið að sækjast eftir. „Þá verð ég kominn eins langt og ég kemst innan bankans, og þá held ég að ég ætti aö skipta um starf og fara í rann- sóknastarf eða skipulagningu á sviði viðskipta og fjármála." Þetta er nefnt sem dæmi um það hve vandlega þeir velta fyrir sér framtíöarmöguleikum sínum í starfi. Það ber líka töluvert á því sem ekki er hægt að kalla annað en kaldhæðni í sambandi við verðbólgu og afleiðingar hennar: um skatta og skattfríðindi og um- fram allt laun. Sjálfir telja þeir sig „raunsæja" í afstöðu sinni til þessara mála. Ung kona í þessum hópi sagði t.d. við mig: „Okkur hefurlærst að takaalltaf heldurvið kauphækkun en stöðuhækkun og láta okkur aldrei verða það á að taka við stöðuhækkun í stað kauphækkunar. Það er engin stöðuhækkun ef þeir borga ekki betur." Krefjast fagmennsku í stjórnun En stærsti munurinn á þessum mönnum og fyrirrennurum þeirra liggur í afstöðu þeirra til stjórnun- ar. Þeir ætlast til þess — og krefj- ast þess í rauninni — að yfirmenn þeirra séu afkastamiklir og dug- legir og séu fagmenn á sviði stjórnunar. Þeir ætlast til þess að hjá fyrirtækinu þar sem þeir starfa séu gerðar áætlanir og þær síðan framkvæmdar. Þeir ætlast til þess aö fylgt sé ákveðnu kerfi í sam- bandi við ákvarðanatökur. Þeir ætlast til þess að í málefnum starfsmanna fylgi fyrirtækið ákveðinni stefnu, sem m.a. felst í því að afköst manna séu mæld og vegin reglulega og af nákvæmni. Með öðrum orðum: Þeir ætlast til þess að skynsemi og ekkert annaö sé ráðandi í stjórnun fyrir- tækja og að stjórnendurnir — og þá fyrst og fremst þeirra eigin yfir- menn í æðstu stjórnunarstörfum — séu fagmenn í sínu starfi. Þeir eru mjög harðir ídómum sínum um stjórnun þar sem þeir þekkja til, stundum of dómharðir. Þeir meta reynslu ef til vill ekki að verðleik- um, enda hafa þeir ekki mikla reynslu sjálfir. En kerfi, vinnulag og skipulagningu meta þeir mikils — og má kannski segja að þeir ofmeti þessa þætti. Utan vinnustaðar stunda margir þeirra innhverfa ihugun og fleira af því tagi. F.n á vinnustað vænta þeir sér — og krefjast — stjórnunar sem er fagmennskuleg, kerfis- bundin og kannski nokkuð laus við kímni. Áberandi í gagnrýni þeirra á yfirmanninum er ekki að hann sé „gamall fauskur", „afturhalds- samur" eða „heimskur" eins og algengt var meðal ungs fólks fyrr á árum. Gagnrýni þeirra beinist að því að yfirmaðurinn fari ekki eftir þeim reglum stjórnunar sem hann aðhyllist. (Grein úr Wall Street Journal eftir dr. Peter F. Drucker, prófessor í þjóðfélagsfræði við háskóla í Kaliforníu. Auk kennslunnar rekur dr. Druck- er ráðgjafaþjónustu fyrir stjórnendur fyrirtækja og er þekktur víða um heim. Hann hefur ritað mikið um stjórn- unarmál og var bók hans, „Management: Tasks, Responsibilities, Practices", metsölubók í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum.) 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.