Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1986, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.10.1986, Blaðsíða 16
100 stærstu Lítil breyting á röð efstu fyrirtækjanna Frjáls verslun birtir að þessu sinni árlegan lista um 100 stærstu fyrirtæki landsins. Miklar breyting- ar, aukning og endurbæt- ur hafa verið gerðar á list- unum. Um það er fjallað annarsstaðar í blaðinu. í þessari grein mun einkum verða fjallað um breyting- ar og þróun á aðallistan- um en þar er 160 íslensk- um fyrirtækjum raðað eft- ir veltu þeirra í krónum talið. Þeir sem unnið hafa þessa lista hafa ávallt tekið fram, að með góðri vissu megi fullyrða að þarna séu í það minnsta 100 stærstu fyrirtækin hér á landi. Það er, þegar stærð þeirra er miðuð við veltu. Af ára- langri reynslu við gerð lista um stærstu íslensk fyrirtæki þykjumst við einnig geta sagt að röðun á þeim sextíu næstu er nærri lagi. Bankar og sparisjóðir í uppsveiflu Árið 1985, er þriðja árið í röð, þar sem peningastofnanir, það er bankar og sparisjóðir, sem heild og hver út af fyrir sig, eru í hinum dramatísku aðalhlutverkum á listanum um stærstu fyrirtækin. Þetta árið eru þeir í uppsveiflu. Fyrir tveim árum var hér í blaðinu rætt um „sigurgöngu" banka og sparisjóða upp listann um stærstu fyrirtæki, árið 1983. Þá var einnig sagt, „Það er því ljóst, að bankamir voru reknir með ágætum hagnaði árið 1983.“ í fyrra kveður heldur en ekki við annan tón. Þá segir um afkomu banka og sparisjóða, að hlé hafi orðið á „sigurgöngu" þeirra upp listann og þeir jafnvel stigið nokkur skref aftur á bak. Ágætur hagnaður eins og árið 1983 sé einnig fyrir bí. „Árið 1984 var bankastarfsemi á íslandi rekin með tapi“. Þannig lýkur umsögninni um peningastofnanirnar í fyrra. Árið 1985 snérist dæmið enn við og þá til betri vegar. Veltuaukning allra bankanna og í það minnsta stærstu sparisjóðanan var mikil og vemlega meiri en nam verðbólgu á sama tíma. Stærsti bankinn, Landsbanki ís- lands, jók veltu sína um 66% árið 1985, miðað við fyrra ár. Aðrir bank- ar og stærstu sparisjóðir juku allir veltu sína meira en Landsbankinn. Verslunarbanki íslands hf. og Iðnað- arbanki Islands hf. vom með mestu veltuaukninguna, eða 131% og 122%. Skýringar á óhagstæðri þróun Landsbanka íslands em skýrðar í ársskýrslu hans fyrir árið 1985. Þar segir orðrétt: „Þessa óhagstæðu þróun má í megindráttum rekja til þriggja atriða. í fyrsta lagi hafði Landsbank- inn fomstu um lækkun bæði innláns- og útlánsvaxta í maímánuði árið 1985, þegar svo virtist sem draga mundi úr verðlagshækkunum. Aðrar innlánsstofnanir fylgdu þó ekki í kjölfarið nema að takmörkuðu leyti. Olli þetta um skeið nokkm misræmi í innlánskjörum, sem virðist hafa dregið úr innlánsaukningu Lands- bankans. í öðm lagi átti atvinnu- rekstur í mörgum greinum og víðast hvar á landinu við fjárhagslega örð- ugleika að etja. Má gera ráð fyrir, að þetta hafi snert Landsbankann meira en aðra banka og komið fram í inn- lánum jafnt sem útlánum. I þriðja lagi hafi allir bankar og sparisjóðir nú fengið leyfi til að taka á móti inn- lánum á svokallaða innlenda gjald- eyrisreikninga. Hlaut þetta að leiða til hlutfallslegrar lækkunar innlána þessarar tegundar hjá Landsbankan- um, og kom það skýrt fram á árinu 1985. Miklu máli skiptir, að unnt reynist fyrir Landsbankann að snúa við þeirri óhagstæðu innlánaþróun, sem gætti á árinu 1985.1 því skyni kapp- kostar bankinn að bjóða að minnsta kosti eins góð kjör og aðrar innláns- stofnanir bjóða.“ Lýkur þar með til- vitnun í ársskýrslu Landsbanka ís- lands. Flestir geta vafalaust tekið undir það að vaxtafrelsi og aukin sam- keppni bankanna muni í auknum mæli koma fram á afkomu þeirra og umsvifum. Ekki er heldur ástæða til að efast um að þeir bankanna, sem þurfa hlutfallslega meira en aðrir bankar, að þjóna „niðurgreiddum“ fjármagnsþörfum hluta atvinnulífs- ins, munu um sinn, eiga erfiðara uppdráttar á leiksviði vaxtafrelsisins. Um hagstæða þróun afkomu bankanna árið 1985 og ástæður fyrir skjótum breytingum frá því árið áður, viljum við einnig vitna orðrétt í ársskýrslu Landsbanka íslands. Þar segir: Góða afkomu ársins 1985 saman- borið við taprekstur ársins 1984 má að miklu leyti rekja til mismunandi 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.