Frjáls verslun - 01.10.1986, Blaðsíða 59
100 stærstu
Sérlistunum fyrir hverja atvinnu-
grein er þó enn haldið í því horfi að
vera raðað eftir meðalfjölda
starfsmanna hjá hverju fyrirtæki.
Velta þeirra fyrirtækja, sem vitað er
um kemur einnig fram á sérlistun-
um. Loks er röð þeirra á aðallista
sýnd. Frá þessari reglu er þó vikið
varðandi lista um tryggingafélög,
orkufyrirtæki, banka og kaupfélög.
Þar er fyrirtækjum raðað eftir veltu.
Oft er erfitt aö greina fyrirtæki eftir atvinnugreinum þvi starfsemi þeirra er
oft svo fjölbreytt.
Fram til þessa hafa svo-
kallaðir sérlistar, sem
birst hafa með lista um
stærstu fyrirtæki í
FRJÁLSRI VERSLUN
verið þeim annmörkum
háðir að þar haf a ekki ver-
ið fyrirtæki, sem verið
hafa á aðallistanum.
Þessu hefur nú verið
breytt. Öll þau 1000 ís-
iensk fyrirtæki, sem feng-
ist hafa upplýsingar um
eru nú á viðkomandi sér-
listum. Þau sem eru með
mesta veltuna eru síðan
einnig á aðallistanum.
Fullvíst er að sérlistar fyrir at-
vinnugreinar hverja fyrir sig, munu
verða stöðugt áhugaverðari eftir því,
sem þeir birtast oftar. Gildi þeirra
fyrir fyrirtækin mun að mörgu leyti
verða meira, þegar unnt verður fyrir
þau að bera sig saman við önnur fyr-
irtæki í sömu grein. Gildi aðallistans
mun auðvitað verða óbreytt, atvinnu-
greinalistarnir eru einungis ánægju-
leg viðbót.
Útskýringar á einstökum liðum á
atvinnugreinalistunum eru óþarfar,
þar sem þær eru birtar annarsstaðar
hér í blaðinu.
Rétt er að benda á, að flokkun fyr-
irtækja eftir atvinnugreinum er oft
erfið. Er það vegna þess að þau ein-
skorða sig ekki endilega við sömu at-
vinnugreinina. Reynt er að halda
þeirri reglu, að fyrirtæki flokkist eftir
aðalatvinnugrein þeirra.
SÉRLISTAR EFTIR ATVINNU-
GREINUM FULLKOMNARI
59