Frjáls verslun - 01.10.1986, Blaðsíða 67
0 stærstu
MATVÆLIÖL OG GOS
Hér trónar Sláturfélag Suðurlands langefst með tæplega fimmhundruð starfsmenn. Mjólkursamsalan í Reykjavík og Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi koma síðan í næstu sætum. Á þessum lista sést vel að fjöldi starfsmanna segir ekki alla söguna. Velta fyrirtækj- anna í krónum talið, hefur þar ekki minna gildi. Báðar þessar stærðir koma nú fram á listanum. Við viljum vekja athygli á því að nú er í fyrsta skipti gefin upp veltutala á fyrirtæki í rekstri.sem til skamms tíma var talið til hreins landbúnaðar. Er hér átt við Holtabúið hf. Nokkuð mun það hafa staðið í ýmsum að viðurkenna að búrekstur hlýtur að lúta sömu lögmál- um og annar rekstur. í framtíðinni mun verða reynt að upplýsa um umfang þess hluta landbúnaðarins, sem hingað til hefur talist til frumframleiðslunnar. Ö1 og gos enn á sérlista Hér fyrir neðan listann yfir fyrirtæki í matvælaiðnaði eru öl- og gosdrykkjafyrirtækin talin sér. í framtíðinni verða þau vafalaust með öðrum matvælafyrirtækjum. Ástæða þess, að þau eru á sérstökum lista er söguleg. Erfiðlega gekk að fá upplýsingar um veltu þeirra hvers fyrir sig. Var þá tekinn sá kostur í samráði við forráða- menn fyrirtækjanna að birta ekki veltu þeirra á meðan ekki var hægt að birta veltu þeirra allra. Það hefur nú tekist.
Meöal- Breyt. Bein- Breyt. Meöal- Breyt. Velta Breyt. Röö á
fjöldi i% laun i% laun i% millj. i% aöal-
starfsm. f.f.á millj. f.f.á í þús. f.f.á króna f.f.á lista
króna króna
Sláturfélag Suðurlands 495 -2 235,6 42 476 45 2083,5 51 17
Mjólkursamsalan 267 - 122,2 37 457 37 1796,0 38 20
Mjólkurbú Flóamanna 125 1 63,8 12 511 11 1221,2 50 27
Nói. Síríus og Hreinn hf. 113 -5 34,9 9 310 15 204,9 37 158
Sigló hf. 90 4 42,2 33 468 28 198,8 105 163
K. Jónsson & Co hf. 87 -5 36,8 36 424 44 374,1 23 94
Osta og smjörsalan sf. 84 4 29,6 35 353 30 1525,6 62 23
Smjörlíki hf. - Sól hf. 79 17 38,2 59 484 36 471,8 32 72
Nýja kökuhúsið hf. 62 10 23,9 47 386 33 _ _ _
Brauð hf. 59 -17 28,7 51 487 82 - - -
Ragnarsbakarí hf. 53 -18 14,0 8 266 31 - - -
ORA,- Kjöt og Rengi hf. 51 -6 18,4 32 360 40 - - -
Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. 45 -5 20,6 36 462 43 .
Grænmetisverslun landbúnaðarins 43 -13 16,5 34 383 53 _ _ _
Lagmetisiðjan Garði hf. 42 - 16,0 - 383 - - - -
Frón hf. 40 46 13,7 117 345 49 - - -
Lýsi hf. 38 9 21,2 46 554 34 _ _ _
Holtabúið hf. 37 30 14,2 56 383 21 142,3 - 179
Síld & Fiskur 36 1 17,4 47 483 46 - _ -
Hreiður hf. - ísfugl 34 “ 12,9 379 - - - -
Linda hf. 32 - 8,9 27 274 27 _ _ _
Gæði hf. 32 - 9,3 - 289 - - - -
Kjörís hf. Hverag. 31 9 13,2 52 424 38 - - -
Opal. sælgætisgerð 29 10,4 - 355 - - -
Sölufélag garðyrkjumanna 26 - 10,4 - 403 _ _ _ -
Sveinn Bakari Rvk. 25 8,7 - 347 - - - -
Gerðaröst hf. Garði 23 - 9,5 - 405 _ _ - _
Jónas Halldórsson. bóndi Eyjafirði 23 8,0 342 - - - -
Búrfell hf. 22 -12 7,7 11 349 25 _ _ _
Bakaríið Suðurveri 21 - 9,2 - 433 - - - -
Meistarinn hf. 20 - 7,7 - 375 - - - -
Gunnars Majones sf. 19 -1 7,6 17 391 18 - - -
ATVINNUGREINALISTI ->
67