Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1986, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.10.1986, Blaðsíða 20
100 stærstu Skýringar á hugtökum Eins og áður hefur komið fram, þá er ekki ofsögum sagt, að bylting er orðin á listanum, sem hingað til hefur verið kall- aður 100 STÆRSTU FYRIR- TÆKI. Dálkar á aðallista, sem voru 10 áður fyrir hvert fyrir- tæki eru nú 23. Hér á eftir fara skýringar á þessum upplýs- ingaliðum. Sumir liðanna skýra sig sjálfir eins og Nafn fyrir- tækis, röð 85, röð 84. Velta í millj. króna Eins og áður er fyrirtækjunum raðað á svokallaðan aðallista, eftir veltu þeirra. Er velta þá talin sama og brúttótekjur fyrirtækja áður en nokkur kostnaður eða umboðslaun eru dregin frá. Að sjálfsögðu er þama um að ræða misjafnar stofn- tölur, allt eftir því hvers eðlis rekstur- inn er. Varðandi venjuleg verslunar- og iðnfyrritæki er málið tiltölulega einfalt, brúttótekjur þeirra em ljósar. Þó skal tekið fram að söluskattur er innifalinn í veltunni. Kaupfélögin fylla í rauninni sama flokk og önnur verslunarfyrir- tæki. þau em þó einnig, sérstaklega þau stæmi með margháttaðan at- vinnurekstur, sem leggst ofan á veltu þeima. Má þar nefna útgerð, fisk- vinnslu, iðnrekstur og sláturhúsa- rekstur. Skýringar á þessum liðum koma hér á eftir. Útgerðarfyrirtæki og félög, sem stunda fiskvinnslu em oft með blandaðan rekstur. Sum fyrir- tækin standa bæði í útgerð og fisk- vinnslu. I þeim tilvikum er aflaverð- mæti skipanna lagt við framleiðslu- verðmæti afurðanna í fiskvinnslunni. Velta banka og sparisjóða er að þessu sinni taldar brúttó rekstrar- tekjur þeima. Áður var velta þeima talin brúttó vaxtatekjur að viðbætt- um verðbótum. Sú veltuskilgreining varð til, þegar reikningar peninga- stofnana vom ekki eins sambærileg- ir eins og nú er orðið. Við samanburð við fyma ár hefur verið tekið tillit til þessarar breytingar þannig að hlut- fallsleg veltubreyting á milli áranna 1984 og 1985 er rétt. Tryggingafélög eru talin hafa veltu, sem er samtala reikningslið- anna „iðgjöld ársins“ og „fjármuna- tekjur“. Fram til þessa vom iðgjöld ársins ein talin velta tryggingarfélag- anna. Vegna staðlaðra ársreikninga þeima er sá kostur tekinn að bæta fjármuntekjum við og er það talið réttara. Fyrritæki, sem stunda útflutning em talin hafa þá veltu, sem nemur útflutningsverðmæti þeirra afurða, sem þau hafa flutt út á vegum um- bjóðenda sinna. Breyting í % f.f.á. Þessi liður, sem þarfnast ekki nánari skýringa, kemur öðm hvom fyrir á hinum ýmsu listum og á þá við hlutfallsleg- ar breytingar frá fyrra ári. Er þá átt við næsta dálk fyrir framan í hverju tilviki. Veltubreyting að frá- dregnum verðbreytingum I þessum lið er reynt að draga frá veltubreytingar sem orðið hafa vegna verðlagsbreytinga. Tekinn var sá kostur að miða við breytingar á vísitölu vöm og þjónustu frá upphafi til loka ársins 1985. Sú breyting er 32,5%. Til samanburðar má nefna að sambærileg hækkun framfærsluvísi- tölu varð 33,7% og byggingarvísitölu 34,7%. Rétt er að benda á, að ekki er endilega víst að vísitala vöm og þjónustu gefi í öllum tilvikum rétta mynd af þeim áhrifum, sem verðlags- breytingar hafa á veltu einstakra fyr- irtækja. Hér er þó ekki kostur á að taka tillit til slíks. Hagnaður í milljónum króna Hér er gefinn upp hagnaður eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta, er ekki síður áhugaverð stærð og þegar er ákveðið, að sú stærð verði birt á list- anum næsta ár. Sama gildir um hagnað áður en fjármagnsgjöld, og afskriftir hafa verið dregin frá. Fyrir- hugað er að birta upplýsingar um rekstrarárangur fyrirtækjanna frá þeim sjónarhóli. Breyting hagnaðar í krónum frá fyrra ári. þessi liður, sem á við hagnaðinn er talinn i krónum. Þykir það gefa betri upplýsingar heldur en breyting hagnaðar milli ára í %. Hagnaður í % af veltu Þetta hlutfall, hefur ef til vill mest sér til ágætis að vera auðvelt í út- reikningi. Hagnaður fyrir frádrátt skatta, afskrifta og vaxtagjalda væri heppilegur gmnnur þessa hlutfalls. Ekki er þó ástæða til að draga úr gildi þess, einkum ef það er notað til samanburðar frá ári til árs. Hagnaður í % af eigin fé Þetta hlutfall gefur til kynna arðsemi eiginfjármagns í fyrirtæk- inu. Eigið fé er hér talið hlutafé, vara- sjóðir og annað sem telst til eiginfjár fyrirtækis. Af þessu hlutfalli má draga nokkrar ályktanir um hugsan- lega arðgreiðslu til hluthafa, þó svo hún geti oft á tíðum farið eftir allt öðmm forsendum. Rétt er að benda á að hér er um að ræða svo nefnda einkaarðsemi sem er arðsemi eigin fjár fyrirtækis, eins og áður sagði. Annað hugtak, heildararðsemi, er ekki síður áhugavert. Það hlutfall gefur til kynna arðsemi alls þess fjár- magns sem notað er í viðkomandi fyrirtæki. Er þá bæði átt við eigið fjármagn og lánsfjármagn. Með sam- anburði á heildararðsemi fyrirtækja má sjá hvert þeirra hefur verið best rekið án tillits til þess, hvort lánsfjár- magn er mikill eða lítill hluti heildar- fjármagns þeirra. Eigið fé í millj. króna Hér er átt við þann hluta fjár- magns fyrirtækis, sem ekki er talinn til langtímaskulda eða skammtíma- skulda. En fjármagnshlið, passiva, hægri hlið efnahagsreikninga bygg- ist á þessum þrem liðum. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.