Frjáls verslun - 01.10.1986, Blaðsíða 70
100 stærstu
FISKVINNSLA OG ÚTGERÐ
Hér koma tveir náskyldir listar saman. Á þeim eru fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki. Sá síðarnefndi, út- gerðarlistinn, er að mestu yfir hrein útgerðarfyrirtæki. Einkenni þess lista eru miklar launagreiðslur að meðaltali til hvers starfsmanns. Er það óbreytt ástand frá fyrri árum. Aðeins þrjú af þessum útgerðarfyrir- tækjum eru á aðallistanum. Fyrrtaldi listinn, sem er yfir fyrirtæki í fiskvinnslu er mun blandaðri. Mjög mörg þessara fyrirtækja reka einnig útgerð fiskiskipa og öll þau stærstu að undan- teknum Sildarverksmiðjum ríkisins. Stór hluti þessara fiskvinnslufyrirtækja eru á aðallista. Athyglisverð þróun og breytingar, sem orðið hafa í þessari atvinnugrein, kemur aðeins að hluta fram á listanum. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem hætti starfsemi árið 1985, er neðarlega á listanum. Hvaleyri hf., félagið, sem keypti mest af fyrri eignum BÚH. er einnig neðarlega á listanum þar sem starfsemi þessi fór lítið af stað fyrr en í lok ársins 1985. Nýtt fyrirtæki, Grandi sf., kemur nú inn á listann í fyrsta skipti, með 69 starfsmenn. Þetta er eins og kunnugt er, arftaki Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Isbjarnarins hf. Þetta nýja félag var aðeins í rekstri síðustu vikur ársins. BÚR og ísbjörninn hf. eru enda framarlega á listum ársins 1985. Þau voru líka í fullum rekstri alveg til þess dags, sem Grandi sf. yfirtók rekstur þeirra. Hið ágæta fyrirtæki Útgerðarfélag Akureyringa hf., er langstærst, þegar litið er til mannafla í þessum flokki fiskvinnslu og útgerðarfyrirtækja. Aðeins fyrir- tæki, sem reka loðnubræðslur einvörðungu eða með öðrum rekstru sínum eru með hærri veltu en Útgerðar- félag Akureyringa hf.
Meðal- fjöldi starfsm. Breyt. 1% f.f.á Bein- laun millj. króna Breyt. i% f.f.á Meöal- laun í þús. króna Breyt. í% f.f.á Velta millj. króna Breyt. i% f.f.á Röð á aöal- lista
Útgerðarfélag Akureyringa hf. 460 12 263,4 51 572 35 878,0 39 40
Síldarvinnslan hf. 319 -2 226,4 49 709 52 978,0 62 35
Einar Guðfinnsson hf. 266 -17 179,5 40 675 70 917,5 29 36
Bæjarútgerð Reykjavíkur 261 -28 166,9 5 639 47 515,4 -7 65
Meitillinn hf. Þorlákshöfn 222 -6 113,9 37 514 46 372,0 18 95
Miðnes hf. og Keflavík hf. 210 42 132,2 164 629 86 499,9 21 67
Haraldur Böðvarsson & Co. hf. 206 2 117,5 40 570 37 461,3 34 74
Fiskiðjusamlag Húsavíkur 188 -13 82,5 38 438 59 325,6 20 110
ísbjörninn hf. 178 -20 112,7 15 631 43 501,3 29 66
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. 177 - 111,9 47 633 47 755,3 167 49
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. 173 -12 145,5 52 843 71 605,1 34 54
Síldarverksmiðjur ríkisins 169 9 105,9 77 625 62 1452,5 92 24
Norðurtangi hf. ísafj. 163 -8 92,1 31 564 43 433,6 48 82
Þormóður Rammi hf. 151 8 93,8 62 620 49 334,1 57 104
Hraðfrystistöðin hf. Reykjavík 151 -6 92,4 44 611 53 319,9 51 111
Tangi hf. Vopnafirði 150 3 70,0 46 468 42 284,1 17 123
Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum 147 -26 76,9 28 522 73 333,1 18 105
Glettingur hf. Þorlákshöfn 144 24 87,1 66 605 34 -
Búlandstindur hf. Djúpavogi 140 -4 74,7 34 534 40 -
Fiskiðjan hf. Vestmannaey 139 -14 72,7 37 524 60 296,1 25 117
íshúsfélag ísfirðinga hf. 134 -15 55,5 13 414 34 231,0 12 146
Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar hf. 131 -7 75,3 30 574 39 254,8 10 135
Hraðfrystihús Stokkseyrar 125 12 62,7 94 500 73 -
Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. 122 -1 63,2 40 520 42 221,1 - 150
Freyja hf. Suðureyri 118 -10 53,5 32 454 48 211,1 - 156
Sjólastöðin hf. Hafnarf. 118 38 73,5 138 624 73 -
ísfélag Vestmannaeyja hf. 117 -21 60,3 26 515 60 272,3 18 127
Þorbjörn hf. 111 1 64,8 51 584 49 240,3 16 141
Hraðfrystihús Breiðdælinga hf. 108 4 51,4 46 477 40 206,9 - 157
Heimaskagi hf. Akranes 106 13 46,3 22 439 8 -
Fiskanes hf. Grindavík 101 - 71,7 41 707 41 356,8 54 98
Hraðfrh. hf. Hnífsd. og Miðfell hf. 96 - 63,5 - 664 - 261,0 - 130
*— ATVINNUGREINALISTI
70