Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1988, Qupperneq 137

Frjáls verslun - 01.09.1988, Qupperneq 137
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA EFNAHAGS- VANDINN ER HEIMA- TILBUINN í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 20. nóvember sl. var fréttaskýringaþáttur er bar heitið KREPPA? Þar var leitað álits og skýringa nokkurra sérfræðinga á ástandi því sem nú ríkir í efnahagsmálum fslendinga og um horfur á næstunni. Ætla má að ástandið sé nú hið alvarlegasta a.m.k. ef vitnað er til orða forsætisráðherra sem oftar en einu sinni hefur talað opinberlega um þjóðargjaldþrot og líkt afleiðingum fjárfestinga í landinu við brunarústir Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. Til þess að slík samlíking eigi við þarf ástandið að vera mjög alvarlegt því eins og allir sem komnir eru til vits og ára vita þá leiddi seinni heimsstyrjöldin til meiri hörmunga í Evrópu en dæmi eru um í mannkynssög- unni. En hversu mikil er efnahagskreppan sem íslendingar eru nú að ganga í gegnum? Er hún eins skelfileg og stjórnmála- leiðtogarnir vilja vera Iáta? Við því fást svör í umræddri fréttaskýringagrein Morgunblaðsins. Þar er bent á að þótt árið 1988 verði ekki eins hagstætt íslendingum og árið 1987 þá sé það samt betra en árið 1986 og þó að spáð sé versnandi afkomu þjóðarbúsins á næsta ári verði það ár samt ekki verra en 1986. „Ytri skilyrði hafa aðeins slaknað á síðustu misserum eða frá því um þetta leyti á síðasta ári, en það er langt frá því að ytri kjör séu slæm. Þvert á móti eru þau með því besta sem við höfum kynnst,“ er haft eftir Sigurði B. Stefánssyni framkvæmdastjóra en hann er maður sem um árabil hefur fylgst náið með efnahagsþróuninni og hefur þar glögga yfirsýn. Blaðið hefur einnig eftir Þorvaldi Gylfasyni prófessor að uppgangurinn í efnahagslífi íslendinga á und- anförnum árum hafi verið svo mikill að það væri með hrein- um ólíkindum ef kreppa skylli á nú. Þeir sem Iáta álit sitt í ljósi í nefndri fréttaskýringagrein eru sammála um að efnahagsvandi íslendinga nú sé heima- tilbúinn - afleiðing mikillar verðbólgu og þenslustefnu sem ráðið hefur ríkjum undanfarin ár. Fram kemur hjá þeim að miklu mun ráða hver framvindan verður á næstu mánuðum, t.d. hver verður niðurstaða kjarasamninga þegar þeir koma næst til. „Undanlátssemi rfkisvaldsins bæði við fyrirtæki og við launþegahreyfinguna í gegnum tíðina hefur alltaf verið það mikil að líkur eru fyrir því að gengið verði fellt og verð- bólgan sett af stað, þegar í harðbakkann slær,“ er haft eftir Þorvaldi Gylfasyni. Undanfarið hefur ríkt stöðugleiki og verðbólgan hefur minnkað mjög mikið. Það eru fyrstu raunverulegu merki um vilja til þess að taka á vandanum og gera sér grein fyrir því hverjar rætur hans eru. Þær aðgerðir sem gripið var til voru óneitanlega bráðabirgðaaðgerðir og því spurning hvaða kjark stjórnvöld hafa þegar að alvörunni kemur. - Spurning um það hvort reynt verði af festu að kveða niður verðbólgu- drauginn eða hvort honum verði gefinn laus taumur að nýju. Það er ómótmælanleg staðreynd að útflutningsatvinnu- vegir okkar eiga í miklum erfiðleikum um þessar mundir - þær atvinnugreinar þar sem óhugsandi hefur verið að velta kostnaðinum út í verðlagið. Það þarf vitanlega að grípa til aðgerða til þess að skapa þeim eðlilegan rekstrargrundvöll. Það á að vera hægt að gera án þess að áhrifin verði svo sársaukafull að þau leiði til almennrar kreppu í efnahagslíf- inu. Á árunum 1967-1969 var um raunverulega kreppu hér- lendis að ræða en okkur tókst þá að vinna okkur út úr henni á ótrúlega skömmum tíma, mest fyrir ákveðni og röggsemi stjórnvalda. Af umræddri grein í Morgunblaðinu er augljóslega hægt að ráða að orðið KREPPA á alls ekki við um þessar mundir. Samdráttur er réttara orð og það er ekkert sem réttlætir tal um þjóðargjaldþrot og brunarústir. Vert er að taka undir þau orð sem höfð eru eftir Birni Björnssyni bankastjóra Alþýðu- bankans í blaðinu en hann varar þar við krepputali og bendir á að það eitt út af fyrir sig geti orðið til þess að auka á fyrirsjáanlegan samdrátt. Með þessu blaði verða ritstjóraskipti á Frjálsri verslun. Kjartan Stefánsson sem verið hefur ritstjóri blaðsins undan- farin þrjú ár lætur af því starfi og tekur við ritstjórn Sjón- varpsvísis Stöðvar 2 sem Frjálst framtak gefur einnig út og er nú útbreiddasta tímarit landsins. Frjálst framtak þakkar Kjartani farsæl störf sem ritstjóri Frjálsrar verslunar. Jafn- framt er Helgi Magnússon boðinn velkominn til starfa. Mik- ils er vænst af störfum hans. 137
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.