Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 18

Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 18
TEKJUR FRIÁLS VERSLUN KANNAR TEKJUR17 HÓPA ÁRID1989: ERU EKKIALLIR AD GERA ÞAB GÖTT...? ★ TEKJUR LÖGFRÆÐINGA OG LYFSALA STÓRHÆKKA Á MILLIÁRA ★ STEFÁN VALGEIRSSON HÆRRIEN FORSÆTISRÁÐHERRA ★ LYFSALIMEÐ Á 3. MILUÓN Á MÁNUÐI ★ FÓGETAR OG SÝSLUMENN í ENGU SAMRÆMIVIÐ AÐRA OPINBERA STARFSMENN ★ STJÓRNMÁLAMENN HÆTTULEGA TEKJULÁGIR Frjáls verslun gerir nú öðru sinni viðamikla úttekt á tekjum nokkurra starfshópa sem ætla má að komist sæmilega af í þjóð- félaginu miðað við aðra hópa fólks. Að þessu sinni eru skoð- aðar tekjur 17 hópa, en þeir voru 12 hjá okkur í fyrra. Á meðan skattskrár lágu frammi í júlí og ágúst kannaði blaðið tekjur 276 íslendinga með því að athuga álagt útsvar á þá vegna heildartekna ársins 1989. Eins og kunnugt er liggja skatt- skrár frammi í tiltekinn tíma á ári hverju eftir að skattstjórar ljúka við álagningu. Hér er um að ræða opin- ber gögn sem hver og einn getur for- vitnast um. Með því að kanna álagt útsvar á menn er unnt að reikna út hverjar hafa verið skattskyldar tekjur þeirra á undangengnu ári. Um mjög lítil frávik getur verið að ræða þar sem aðrir frádráttarliðir en frádráttur vegna kaupa á hlutabréfum og skatt- frjáls arðs hafa ekki áhrif á hreinar skattskyldar tekjur svo heitið geti. Hér er um að ræða svo lágar fjárhæð- ir að þær hafa naumast áhrif á heildar- myndina. Auðvitað er hugsanlegt að villur geti leynst í framlögðum skattskrám. Hugsanlegt er að villur geti slæðst inn við skráningu og tölvuvinnslu upplýs- inga hjá skattstofunum, en það mun vera fremur fátítt. Einnig er skatt- þegnum heimilt að kæra álagningu ef TEXTI: HELGI MAGNÚSSON OG LÚÐVÍK ÖRN STEINARSSON. TEIKNING: BÖÐVAR LEÓS 18

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.