Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 22
TEKJUR
Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík,
Akranesi og fleiri stöðum.
Það skal ítrekað að hér eru til um-
fjöllunar skattskyldar hehdartekjur
manna. Þá er um að ræða allar skatt-
skyldar tekjur þeirra, bæði fyrir aðal-
starf, yfirvinnu og aukastörf ef um
þau er að ræða. Skattskyldar eigna-
tekjur teljast einnig með þar sem
þeim er til að dreifa.
Sjálfsagt þótti að sýna meðalmán-
aðartekjur ársins 1989 á verðlagi í
ágúst 1990 þannig að lesendur ættu
betra með að átta sig á fjárhæðum og
gera samanburð miðað við núverandi
verðlag samkvæmt viðeigandi mæli-
kvarða sem telja verður að launavísi-
talan sé.
TEKJUR LYFSALA 0G LÖGFRÆÐINGA
HÆKKA VERULEGA UMFRAM VERÐLAG
Þar sem blaðið gerði samantekt af
þessu tagi fyrir einu ári vegna tekna
ársins 1988 er nú mögulegt að gera
samanburð á breytingum milli ára.
Fróðlegt er að kanna hvort tekjur ein-
stakra hópa hafa verið að aukast eða
minnka að raungildi. Hér verður enn á
ný að notast við vísbendingar og var-
að er við að líta á niðurstöðurnar sem
algildar. Gerður er samanburður á
meðalmánaðartekjum áranna 1988 og
1989 á verðlagi í ágúst árið á eftir í
báðum tilvikum. Litið er á það hve
mikið launavísitalan hefur hækkað á
milli tímabila og reiknuð út raunhækk-
un eða raunlækkun tekna að teknu
tilliti til þeirrar vísitölu.
Á því er vakin athygli að tekjur
manna geta að sjálfsögðu breyst milli
samanburðartímabila án þess að
launakjör hafi gert það. Þar getur
verið um að ræða áhrif eignatekna og
aukinnar eða minnkaðrar vinnu svo
eitthvað sé nefnt.
Meðalmánaðartekjur tíu stjórn-
enda stærri fyrirtækja voru bomar
saman og þá kom í ljós að raunhækk-
un, þ.e. umfram hækkun launavísi-
tölu, hafði numið um 11%. Hins vegar
var ekki um raunhækkun að ræða hjá
forstjómm tveggja ríkisfyrirtækja
sem koma við sögu bæði nú og í fyrra.
Nánast ógemingur er að gera sam-
anburð á launum ráðherra og margra
alþingismanna þar sem stjómarskipti
urðu á árinu 1988 og veldur það rugl-
Valur Valsson bankastjórl íslandsbanka 7.039 587 648
Ragnar Önundarson frkv. stjóri íslandsbanka 6.747 562 621
Pétur H. Blöndal forstjóri Kaupþings 6.509 542 599
Gunnar Helgi Hálfdanarson forstjóri Landsbréfa 6.431 536 592
Stefán Hilmarsson bankastj. Búnaðarbankans 5.590 466 515
Jón Adólf Guðjónsson bankastj. Búnaðarbankans 5.414 451 498
Tryggvi Pálsson bankastj. íslandsbanka 5.061 422 466
Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunnar 4.909 409 452
Sverrir Hermansson bankastj. Landsbankans 4.884 407 449
Már Elísson forstjóri Fiskveiðasjóðs 4.556 380 420
Þorvarður Alfonsson forstjóri Iðnþróunarsjóðs 4.277 356 393
Björn Björnsson bankastjóri íslandsbanka 4.181 348 384
Kristján Óskarsson forstjóri Glitnis 3.867 322 356
Gunnlaugur M. Sigmundsson forstjóri Þróunarfél. 3.865 322 356
IV. Kunmr athafnamenn
Þorvaldur Guðmundsson í Síld & fisk 41.673 3.473 3.835
Skúli Þorvaldsson Hótel Holti 20.591 1.716 1.895
Benedikt Sigurðsson Keflavík 17.025 1.419 1.567
Jón Ásbjörnsson fiskútf lytjandi 15.731 1.311 1.478
Valdimar Jóhannsson í Bókaútg. Iðunni 14.568 1.214 1.341
Halldór H. Jónsson stjórnarform. Eimskips o.fl. 11.413 951 1.050
Jón 1. Júlíusson í Nóatúni 10.867 906 1.000
Bragi Þórðarson bókaútgefandi á Akranesi 10.338 862 952
Árni Samúelsson bíóeigandi 10.053 838 925
Sigurður Helgason stjórnarform. Flugleiða 7.893 658 727
Helgi Vilhjálmsson í Góu & Kentucy Fried 7.572 631 697
Davíð Sch. Thorsteinsson í Sól/Smjörlíki 5.386 449 496
Haraldur Haraldsson í Andra 4.865 405 447
Pálmi Jónsson eigandi Hagkaups 3.677 306 338
Jón Ólafsson í Skífunni 3.641 303 335
Ólafur Laufdal veitingamaður 3.230 269 297
Kristján Guðmundsson útgerðarm. Rifi 2.906 242 267
Guðlaugur Bergmann í Karnabæ 2.533 211 233
Svavar Egilsson í Veröld/Pólaris 1.953 163 180
Karl J. Steingrímsson í Pelsinum 1.415 118 130
V. Stjórnendur hjá stórum fyrirtækjum sem þó eru ekki
forstjórar þeirra
Jón Sigurðsson Stöð 2 6.751 563 622
Þórður Magnússon Eimskip 5.289 441 487
Jóhann Ágústsson Landsbanka íslands 4.961 413 456
Ólafur Friðriksson SÍS 4.802 400 442
Jakob R. Möller ÍSAL 4.740 395 436
Gunnar Óskarsson Fjárfestingarfélagi fsl. 4.577 381 421
Björn Theodórsson Flugleiðum 4.438 370 409
Þórður Sverrisson Eimskip 4.386 365 403
Sigurður Jóhannesson KEA 4.323 360 398
Halldór Vilhjálmsson Flugleiðum 4.243 354 391
Kjartan P. Kjartansson SÍS 4.228 352 389
Árni Ólafur Lárusson Skeljungi 3.754 313 346
22