Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 28

Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 28
TEKJUR VERÐA MENN SKATTAKÓNGAR AF ÞVÍ AÐ TEUA EKKIFRAM? Það er árviss atburður þegar skattskrár eru lagðar fram á sumrin að fjölmiðlar fara á stúf- ana og kanna hvaða fyrirtækjum og einstaklingum er gert að greiða hæsta skatta. Þetta er of- ureðlilegt því skattskrár eru op- inber gögn sem allir eiga aðgang að og það er nú einu sinni svo að fólk er forvitið um annað fólk. Þetta vita fjölmiðlarnir og þeir líta á það sem sitt hlutverk að koma upplýsingum á framfæri sem ætla má að áhugi sé fyrir. En fjölmiðlar mættu vera varkárari í að birta hráar tölur úr skattskránum, þannig að ekki sé gerður greinarmun- ur á opinberum gjöldum sem lögð eru á fólk og fyrirtæki samkvæmt fyrir- liggjandi skattframtölum og gjöldum sem eru áætluð á þá sem hafa ekki skilað skattframtali, því áætlanir eru yfirleitt svo háar að þær eru út í hött. Þess vegna verður enginn vitrænn samanburður gerður milli þeirra sem hafa skilað skattframtali og hinna sem láta áætla á sig. Vegna þessa veður oft uppi marg- háttaður misskilningur um það hverjir séu raunverulega að greiða mikil gjöld til hinna sameiginlegu þarfa þjóðfé- lagsins. Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að krýna menn konungatign og kalla þá „skattakónga". Auðvitað er hér um hégóma að ræða en það er engu að síður kjánalegt að verið sé að hefja menn á einhvem stall ef þeir hafa ekki til þess unnið. Sjaldan hefur þetta komið jafnskýrt TEXTI: HELGI MAGNÚSSON „FRAMVEGIS ER ÞVÍ ÓHÆTT AÐ TAKA LISTUM FJÖLMIÐLA UM HÆSTU SKATTGREIÐENDUR MEÐ ÞEIM FYRIRVARA AÐ ÞAR GETA LEYNST AÐILAR SEM LÉTU ÁÆTLA Á SIG OG BAÐA SIG í ÞESSU VAFASAMA SVIÐSUÓSI í NOKKRA DAGA Á HVERJU SUMRI. ÞAÐ SKAL TEKIÐ FRAM AÐ FRJÁLS VERSLUN HEFUR FELLTÚTAF LISTUM SÍNUM ALLA ÞÁSEM UÓST VAR AÐ ÁÆTLAÐ HAFÐIVERIÐ Á.“ fram og núna. Allir íjölmiðlar voru uppfullir af því að Herluf Clausen væri skattakóngur í Reykjavík og væri búinn að velta Þorvaldi Guðmunds- syni í Síld&fisk af stalli, en hann hefur verið hæsti skattgreiðandi í Reykja- vík svo lengi sem menn muna. Það sem gerðist var einfaldlega það að Herluf lét áætla á sig opinber gjöld. Það sést þegar farið er að skoða skattstofnana. Þá eru allar tölur í heil- um milljónum króna. Þannig var tekj- uskattsstofn hans kr. 25.000.000 og aðstöðugjaldsstofninn var kr. 625.000.000 svo eitthvað sé nefnt. Fjölmiðlar geta komist að því hverjir láta áætla á sig með því að reikna út eða kanna með öðrum hætti skatt- stofna viðkomandi aðila. Eitt dagblaðanna gekk svo langt að fjalla í heilsíðugrein um skattakónginn Herluf sem, samkvæmt úttekt blaðs- ins, hafði byrjað viðskiptaferil sinn á því að flytja inn steiktan lauk! Talað var um að hann hafi velt Þorvaldi úr toppsætinu. En sjálfur skattakóngurinn Þor- valdur lætur sér fátt um finnast. Hann er vanur því að upp á stjörnuhiminn skjóti öðru hvoru mönnum sem hafa ekki talið fram og eru því miklir skatt- greiðendur — þar til þeir hafa skilað inn skattframtali og fengið álagning- una leiðrétta. Enda sagði Þorvaldur í viðtali við DV: „Mér hefur haldist illa á meðreiðarsveinum". Mörg fleiri dæmi eru um menn sem verið hafa ofarlega á listum dagblað- anna um hæstu skattgreiðendur. Má 28

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.