Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 37
AUGLYSINGAR
FYRIR UTAN MÖRK
VELSÆMIS?
Það er ekki oft sem auglýsing-
ar á íslandi valda slíkum deilum
að til kasta Siðanefndar SIA eða
Verðlagsstofnunar komi. Slík
mál eru oftast leyst bak við
tjöldin og snerta sjaldnast al-
menning. Þó kemur það ein-
staka sinnum fyrir að auglýs-
ingastofur og fyrirtæki fá á sig
kæru vegna auglýsingaherferð-
ar.
Eitt þekktasta dæmið um þetta átti
sér stað í fyrra, þegar Visa ísland
kærði Auglýsingaþjónustu GBB (nú
Hvíta húsið) og Eurocard á íslandi
fyrir meint brot á lögum um órétt-
mæta viðskiptahætti. Deiluefnið var
auglýsingaherferð, sem GBB hannaði
fyrir dagblöð, sjónvarp og útvarp.
Slagorð herferðarinnar var: „Láttu
ekki vísa þér á brott.“ Þetta slagorð,
ásamt fleiri atriðum í herferðinni fóru
svo fyrir brjóstið á samkeppnisaðilan-
um að hann kærði hana til Siðanefndar
SÍA og til Verðlagsstofnunar.
Úrskurður SÍA var sá að aðstand-
endur herferðarinnar hefðu gengið
fram á ystu brún velsæmis, en þó
ekki steypt sér fram af henni. Verð-
lagsstofnun brást ívið harðar við, en
málinu var lokið með sátt áður en til
frekari deilna kom. Engin sekt var
greidd en Eurocard lét hinsvegar
stöðva herferðina. Þetta mál vakti
ómælda athygli fjölmiðla á sínum tíma
og vilja sumir meina að það hafi verið
hin besta auglýsing fyrir Eurocard.
Þess má svo geta að á árlegri auglýs-
ingahátíð sinni veitti íslenski mark-
aðsklúbburinn eða ÍMARK, Auglýs-
ingaþjónustu GBB verðlaun fyrir um-
deilda herferð sína.
Það er hinsvegar mun algengara að
deilur komi upp milli auglýsenda og
birtingaraðila um siðsemi þeirra aug-
lýsinga, sem ætlunin er að birta, held-
ur en að kærumál gangi á víxl til Siða-
nefndar SÍA og Verðlagsstofnunar.
Slíkar deilur varða oftast túlkun
manna á því hvað sé innan velsæmis-
eða siðferðislegra marka. Gott dæmi
um hið fyrmefnda er auglýsing sem
Auglýsingastofan Svona gemm við
framleiddi fyrir Landlæknisembætt-
ið. Tilgangur auglýsingarinnar var að
benda almenningi á alnæmishættuna
sem stafar af óábyrgu kynlffi. í þeim
tilgangi innihélt auglýsingin mynd af
nöktu pari sem var í kynlífsstelling-
um. DV birti auglýsinguna án athuga-
semda en Morgunblaðið neitaði að
birta hana á þeim forsendum að hún
væri fyrir utan mörk almenns vel-
sæmis. Auglýsingunni var breytt
þannig að parið var tekið út og auður
blettur skilinn eftir. Þannig birtist hún
í mest lesna blaði okkar landsmanna.
Þetta mál vakti einnig mikla athygli,
bæði innanlands og utan, en á alþjóð-
37