Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 49
HAGSMUNAÁREKSTRAR Meðal stærstu viðskiptavina Sil- verado voru áðurnefndir félagar Bush, Walters og Good. Bush þurfti, eins og aðrir stjórnarmenn, að gera grein fyrir hugsanlegum hagsmuna- árekstrum vegna starfa sinna fyrir sjóðinn. En Bush lýsti yfir, á til þess gerðu eyðublaði í júní 1986 að ekki væri um neina hagsmunaárekstra að ræða í hans tilfelli. Þetta er helsta tilefni ásakana Fjármálaráðuneytisins nú, enda greiddi Bush þennan sama mánuð atkvæði með því að sparisjóð- urinn keypti hlut í húsnæði sem Wal- ters átti. Nokkru síðar greiddi hann atkvæði í stjóminni með því að Wal- ters yrðu lánaðar 106 milljónir dala. í nóvember sama ár beitti Bush sér fyrir því að Good fengi 900 þúsund dala lánsloforð frá Silverado. Hann sat hjá við atkvæðagreiðslu stjórnar- innar en Fjármálaráðuneytið segir hann hafa gert „allt sem í hans valdi stóð annað en að greiða atkvæði". Bush hafði svo sem gilda ástæðu til þess, enda voru þessir peningar ætl- aðir til olíu- og jarðgasleitar í Argen- tínu, sem þeir Good og Bush gerðu tilboð í á þessum tíma í nafni JNB Exploration Co. Aldrei kom til þess að Good fengi lánið af því að JNB hlaut ekki verkið í útboðinu. Eins og til að bæta gráu ofan á svart ákveður Silverado mánuði seinna að falla frá lánum upp á 8 milljónir dala, sem Good skuldaði þá sjóðnum, á þeim forsendum að Good væri ekki borgunarmaður fyrir þeim. Neil Bush láðist að segja sparisjóðsstjóminni frá því að skömmu áður hafði Good boð- ist til að leggja þrjár milljónir dala til viðbótar íJNB Exploration Co., gegn auknum hlut í félaginu. Síðar í þessum mánuði hófst umfangsmikil rannsókn á bókhaldi og viðskiptaháttum Sil- verado, sem endaði með því að sjóðn- um var lokað skömmu eftir forseta- kosningarnar 1988. Neil Bush heldur því staðfastlega fram að hann hafi ekki aðhafst neitt rangt sem stjórnarmaður í Silverado. Hann viðurkennir að vísu að 100 þús- und dala lánið frá Good, sem hann þurfti ekki að endurgreiða, hafi verið ótrúleg kjarakaup eða „an incredibly sweet deal“. Hann segist meira að segja ætla að telja lánið fram sem tekjur á skattframtali fyrir 1990. En hagsmunaárekstra segir hann enga hafa verið með í spilinu né heldur neitt sem varði við lög og brjóti í bága við eðlilega viðskiptahætti. Bush hefur nú stofnað nýtt fyrir- tæki og hefur boðið fjölmiðlum til við- tals á skrifstofu sinni þar til að segja sína hlið á málinu. Hann stendur hins vegar einn í þeirri málsvöm. Fyrrum félagar hans frá Denver eru horfnir til annarra starfa en Neil Bush situr eftir í flóðljósi fjölmiðlanna og reynir að skýra málin frá sínum sjónarhóli. „í fyrsta lagi, þá vissi ég ekki svo mikið um peningastofnanir...“ SPARISJÓÐAHNEYKSLIÐ BANDARÍSKT STJÓRNMÁLALÍF TITRAR Bandarískt stjórnmálalíf titr- ar nú landshornanna á milli af ótta við það gegn hverjum bandarískir kjósendur ákveða að beina reiði sinni vegna spari- sjóðamálsins. A þetta mun fyrst reyna í þingkosningum nú í haust og svo aftur í forsetakosn- ingum 1992. Það er mikið í húfi fyrir báða flokka; sparisjóða- málið gæti knésett Bush forseta ef illa tekst til og gæti einnig orðið til þess að demókratar misstu þingmeirihluta sinn, a.m.k. í öldungadeildinni. Gallinn er hins vegar sá að hægt er að ásaka báða flokkana jafnt fyrir mis- tök og spillingu í þessu máli. Það var Reagan-stjórnin og embættismenn hennar sem stóðu að framkvæmd lagabreytinga allan síðasta áratug, en það voru demókratar í þinginu sem samþykktu lögin og hafa gert sig seka um ótrúlega þjónkun við sparisjóða- eigendur. AKKILESARHÆLIBUSH- STJÓRNARINNAR Svo virðist þó sem demókrötum sé að takast að varpa ábyrgðinni af spari- sjóðamálinu yfir á repúblikana og Bush forseta. Þar ber hæst vandræði Neil Bush, sonar forsetans, sem rak- in eru í annarri grein hér í blaðinu. Bush forseti hefur ekkert gert til að bera hönd fyrir höfuð sonar síns, ann- að en að segja sem faðir að hann sé sannfærður um heiðarleika sonar síns. Aðstoðarmenn hans í Hvíta hús- inu segjast ekki vera ráðnir til að veija mannorð Neil Bush, heldur til að „vernda pólitískan afturenda forset- ans,“ eins og einn þeirra orðaði það. Afleiðingin er sú að Hvíta húsið hefur ekkert beitt sér gegn tilraunum demókrata til að varpa ábyrgðinni á milljónatjóni yfir á flokk repúblikana. Fjármunir, sem uppgjör sjóðanna krefst, eru einnig hið alvarlegasta innanríkisvandamál fyrir ríkisstjórn- ina. Þessir peningar eru í raun ekki til, því að forgangsverkefni síðustu ára hefur verið að lækka fjárlagahalla sem myndaðist í tíð Reagan-stjórnar- innar og hefur reynst erfiður við- fangs. Helsta loforð Bush í kosninga- baráttunni 1988 var að hækka enga skatta og hefur hann margendurtekið það að loknum kosningum. Nú í sum- ar dró hann þau orð hins vegar til baka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.