Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 51
í kring, stóð jukust eignir Lincoln út
tæpum fjórum milljörðum í fimm og
hálfan. Gjaldþrot sjóðsins kostar
skattgreiðendur 2.5 milljarða og þar
af má rekja 1.5 milljarða til þessara
tuttugu mánaða. Keating, eigandi
sjóðsins, hefur verið ákærður fyrir
íjársvik og blekkingar í sölu verð-
bréfa. Siðanefnd öndungadeildarinnar
er nú að rannsaka hvort aðgerðir
fimmmenninganna hafi stangast á við
lög og reglur.
En það er meira óhreint mjöl í pok-
anum hjá demókrötum. Langflestir
þingmenn hafa þegið íjárframlög frá
sparisjóðum á undanfömum árum og
það varð einum leiðtoga demókrata,
Tony Coelho, að falli nýlega að hon-
um láðist að gefa upp fimmtíu þúsund
dala lán ffá sparisjóði í heimafylki
sínu, Kaliformu. Segja má að fyrrum
formaður bankanefndar fulltrúadeild-
arinnar, demókratinn Fernard St.
Germain, hafí beinlínis verið í vasan-
um á sparisjóðnum; hann þáði af þeim
ferðalög og ýmiss konar risnu og hafði
forgöngu um að tryggingarhámark á
innistæðum var hækkað úr fjörutíu
þúsund dölum í hundrað þúsund, nán-
ast í skjóli nætur, enda fóru engar
umræður fram í nefnd hans um þessa
ákvörðun áður en hún var tekin.
Svona mætti lengi telja, en þingmenn
keppast nú við að skila fjárframlögum
frá sparisjóðum og bönkum áður en
lagt er í kosningabaráttu haustsins.
Þannig ætlar áðumefndur Donald
Riegle að skila 120 þúsund dölum til
ríkisins, en líklega er það heldur seint
í rassinn gripið.
STÆRSTA KOSNINGAMÁLIÐ
Ef að líkum lætur verða það
repúblikanar en ekki demókratar sem
fá mesta skellinn hjá kjósendum
vegna sparisjóðamálsins. Einstakir
þingmenn demókrata verða hugsan-
lega fyrir skakkaföllum vegna upp-
ljóstrana á borð við þær sem hér voru
raktar. Þó er slíkt ótrúlega fljótt að
gleymast í fárviðri nýrra kostnaðar-
talna og spillingarmála. Þeir em þann-
ig fáir sem muna lengur hverjir Keat-
ing-fimmmenningarnir eru. Demó-
krötum hefur tekist að ná
undirtökunum með störfum sínum í
þinginu og tekist að koma Bush-
stjóminni í vöm í óverjandi máli.
í flokki repúblikana hafa ekki marg-
ir einstakir þingmenn verið bendlaðir
beint við spillingu en málið hefur þó
fest við flokkinn sem heild. Þar flétt-
ast nokkrir þættir saman; hrakfalla-
saga Neil Bush, ítrekaðar tilraunir
Bush-stjómarinnar til að gera minna
úr vandanum en efni standa til og ný-
leg sinnaskipti forsetans gagnvart
skattahækkunum. Kjósendur hafa nú
fengið á tilfinninguna að þeir hafi verið
plataðir, að nú sé komið að því að
greiða reikninginn frá stjómarárum
Reagans og Bush, sem einkenndust
m.a. af fjárlagahalla og geysilegri
skuldasöfnun.
Það er þetta sem mun koma
repúblikönum í koll, þótt einstakir
þingmenn beri e.t.v. litla eða enga
ábyrgð á því hvernig komið er. Það
mun koma í ljós í þingkosningunum í
nóvember og demókratar eru þegar
farnir að leggja línumar fyrir forseta-
kosningar 1992. Þeir em í betri stöðu
pólitískt séð og vantar nú ekkert
nema frambærilegan frambjóðanda.
MEÐ NYJA UNDRATÆKINU FRA bfOther
-
ERU ALLAR MERKINGAR LEIKUR EINN!
Þetta tæki er kærkomið þeim, sem hafa snyrti-
legar og góðar merkingar á öllu, sem þeir
vinna með. Á nýja tækinu getur þú valið um:
fimm leturgerðir
fimm leturstærðir
prentun lárétt
og lóðrétt
síðustu prentun aftur
einfalda leiðréttingu
liti á prentborðum
Láttu ekki W v * W
merkingar s!
valda þér Wsjm HH
vandræðum. Wr c__________■
Kynntu þér kosti Brother
undratækisins. Merkilegt tæki!
NÝBÝLAVEGI 28, 200 KÓPAVOGUR.
S. 44443 & 44666. FAX 44102.