Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 52

Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 52
Varahlutamiðstöð Nissan í Amsterdam er 58 þúsund fermetrar. Hér ræður sjálfvirknin ríkjum. Fjarstýrðir gaffall- yftarar sjá um meðferð vara í birgðageymslu. EVRÓPUMIDSTÖÐ NISSAN í AMSTERDAM: AFGREIÐSLUFRESTUR STYmST ÚR 45 DÖGUM í 10 Nissan, fjórði stærsti bíla- framleiðandi veraldar, hefur valið Amsterdam sem viðskipta- miðstöð fyrir Evrópu. Því fylgir mikil fjárfesting í Hollandi þar sem miðstöðinni er ætlað að þjóna vaxandi fjölda eigenda Nissan bíla í Evrópu sem nú eru um 2 milljónir. Hvers vegna valdi Nissan Amsterdam? Frjáls verslun átti þess kost fyrir skömmu að kynnast uppbyggingu og umsvifum Nissan í Hollandi. A móti blaðamönnum tóku þau Julia Smith og Bart van Thienen frá kynningardeild fyrirtækisins en van Thienen veitir þeirri deild forstöðu. Bart van Thienen gerði í stuttu máli grein fyrir stöðu Nissan en þar kom meðal annars fram að enginn jap- anskur bílaframleiðandi hefur selt jafn marga bfla í Evrópu og Nissan. Reyndar er helmingur þeirra Nissan bfla sem seldir eru í Evrópu fram- leiddir þar í verksmiðjum mönnuðum heimamönnum. AUKIN FRAMLEIÐSLA í EVRÓPU Nissan hefur starfað í Hollandi síð- an árið 1966 þegar það stofnaði dótt- urfyrirtækið Nissan Motor Neder- land BV íSassenheim. Nú hefur starf- seminni verið þjappað saman nær Amsterdam og er sölunni í Hollandi stjómað frá nýjum bækistöðvum í Lisse skammt frá Skiphol flugvelli en þar em jafnframt glæsilegir sýning- ar-, ráðstefnu- og fundarsalir fyrir 170 Bart van Thienen kynningarstjóri Nissan Europe býður blaðamenn velkomna. 52

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.