Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 57

Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 57
SAMSPIL ÓLÍKRA PÁTTA „Sannleikurinn er sá að of lítið er vitað um tíðni atvinnusjúkdóma hér á landi því tilkynningum er mjög ábóta- vant auk þess sem oft er látið hjá líða að skrá upptök einhverra kvilla sem upp koma. Getum má hins vegar leiða að því að ný tilfelli atvinnusjúkdóma eða atvinnutengdra sjúkdóma skipti hundruðum á hveiju ári hér á landi. Heymarskaði af völdum hávaða er mjög algengur atvinnusjúkdómur og geysimörg tilfelli af húðsjúkdómum og stoðkerfiskvillum koma upp ár- lega. Þegar litið er á þá sjúkdóma sem við greindum á tímabilinu 1985-89 kemur í ljós að ýmiss konar húðsjúk- dómar eru langalgengastir og senni- lega kemur sú niðurstaða ýmsum á óvart. Það skal strax tekið fram að hér er ekki um alhliða úttekt að ræða heldur eru þetta niðurstöður úr at- hugunum sem við höfum gert á ýms- um starfshópum og vinnustöðum. Hins vegar tel ég margt benda til að húðsjúkdómar séu býsna algengir og það stafar m.a. af óvarlegri notkun kemískra efna, t.d. þvottaefna og sótthreinsiefna og aukinni notkun gúmmíhanska. A fyrrgreindu tímabili reyndust 22% greindra sjúklinga hjá okkur hafa ofnæmisexem, 19% ert- ingarexem og 5% voru með aðra húð- sjúkdóma. Kemísku efnin valda fleiri sjúkdóm- um, t.d. í lungum, en því miður er víða pottur brotinn varðandi loftræst- ingu í vinnurými þar sem slík efni eru meðhöndluð. í þessu sambandi er vert að benda á að hér á landi eru menn skammt á veg komnir með að þróa upp vamir gegn fóstursköðum af völdum kemískra efna. Slíkar hættur eru vissulega ekki á hverju strái en þó er aldrei of varlega farið. Almennt séð verður fólk að hafa í huga að kemísk efni eiga tiltölulega greiða leið inn í blóðrás manna nema sérstakar vamir séu hafðar uppi en merkjanleg áhrif á líkamann eru mjög mismunandi eftir einstaklingum.“ Helgi Guðbergsson nefndi fleiri al- genga sjúkdóma. Til dæmis em lungnasjúkdómar nokkuð algengir hjá bökurum og hárgreiðslufólki og skrif- stofufólk þjáist mjög oft af stoðkerfis- Góð aðstaða á vinnustað gerir starfsmenn ánægða og laðar að viðskiptavini. Þessi mynd er tekin á díeselvélaverkstæði H.P. Hermanns í Reykjavík. sjúkdómum, m.a. vegna rangra vinnustellinga. Sjúkdómar eins og vöðvagigt eða vöðvabólga eru tíðir hér á landi og valda gífurlegum skaða og skerðingu á starfsorku fólks. En hvað geta menn helst gert til vamar slíkum kvillum? „Fyrst og fremst þarf fólk að vera vel meðvitað um heilsu sína og gæta þess að nota vinnustellingar sem hæfa eigin skrokki. Mér finnst alltof mikið bera á oftrú manna á tæknilega „SJÚKDÓMAR EINSOG VÖÐVAGIGT EÐA VÖÐVABÓLGA ERU TÍÐIR HÉRÁLANDIOG VALDA GÍFURLEGUM SKAÐAOG SKERÐINGU Á STARFSORKU FÓLKS. ENHVAÐGETAMENN HELST GERT TIL AÐ VARAST SLÍKUM KVILLUM?" útbúna stóla eða önnur háþróuð hjálp- artæki. Miklu mikilvægara er að menn hafi í huga að stóllinn sem þeir sitja á, lienti þeirra líkamsbyggingu og þá skiptir ekki öllu máli hvort hann er einfaldur eða flókinn, dýr eða ódýr. Hann þarf einnig að henta við þá vinnu sem unnin er hverju sinni. Hinu má svo auðvitað ekki gleyma að flestir atvinnusjúkdómar koma upp vegna samspils ólíkra þátta. Þar skiptir gerð einstaklingsins miklu máli, hegðun hans í vinnunni og loks þær aðstæður sem honum em bún- ar“, sagði Helgi ennfremur. MARGVÍSLEG STARFSEMI Starfsemi atvinnusjúkdómadeildar er margvísleg enda þótt starfsmenn séu ekki nema þrír í hlutastarfi. Hún annast hóprannsóknir, svo sem leit að atvinnusjúkdómum eða magni hættulegra efna í líkama manna. Ein- staklingar sem leita til deildarinnar eru rannsakaðir ef grunur leikur á um atvinnusjúkdóm af einhverju tagi. Ýmiss konar ráðgjöf er veitt, t.d. varðandi meðferð efna, vamir gegn 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.