Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 64

Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 64
VINNUSTAÐURINN EKKITIL SETUNNAR 60DIÐ! HOMO ERECTUS, HINUM UPPRÉTTA MANNIER ENGAN VEGINN EDLISLÆGT AÐ SITJA. MIKLAR SETUR LEIÐA ÞVÍ AF SÉR ÝMSA KVILLA SEM HÆGT ER AÐ VARAST MEÐ ÁKVEÐNUM VIÐBRÖGÐUM. Þróun vinnunnar í nútíma- samfélagi hefur leitt það af sér að flest okkar sitjum meira og minna við störf og leik. Við sitj- um við margvíslegar aðstæður og gerum allt of lítið af því að standa upprétt. Afleiðingin er álag á líkamann, einkum bakið og langvarandi kvillar sem hef- ur lagt margan manninn endan- lega í rúmið. Hér skulum við glugga í leiðbein- ingarit um setur og þá bakverki sem þær geta leitt af sér. Aður en lengra er haldið er rétt að staldra við það tæki sem skrifstofumaðurinn eyðir mestum hluta vinnudagsins í: Stólinn. Hvaða skilyrði þarf góður vinnustóll að uppfylla? Stóllinn þarf að vera stöðugur og ef um stól á hjólum er að ræða, þarf að vera hægt að læsa þeim. Við þurfum að geta stillt mismun- andi halla á setunni, hún þarf að vera það breið að allur afturendinn fái stuðning og það djúp að 2/3 hlutar lærisins hvíli á henni. Hæð stólsins verður að vera hægt að stilla og það þarf að vera hægt að snúa honum. Stólbakið verður að vera bólstrað og hægt að stilla það upp og niður, fram og aftur. ÞRJÁR AÐFERÐIR Skortur á hreyfmgu angrar okkur flest. Ef maður er slæmur í baki eða vill forðast þann algenga kvilla, er gott að standa upp öðru hvoru, ganga um og leyfa líkamanum að vera upp á endann um stund. Gott er að vera á hreyfmgu þótt maður sitji og færa fætuma fram og aftur. Þrjár aðferðir TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON. eru ágætar: 1) Þegar þú situr við borð og ert að lesa eða skrifa, er nauðsynlegt að halda bakinu í uppréttri stöðu. Nauð- synlegt er að haUa sér fram með því að beygja í mjaðmaUðnum. Ágætt er að hafa gott bU á miUi hnjánna og hafa annan fótinn dálítið framar en hinn. 2) Þegar þú skrifar á ritvél eða tölvu, er best að sitja beinn og láta stólbakið styðja vel við mjóhrygginn. Þú skalt færa stólbakið fram svo það styðji við spjaldhrygginn og neðsta hluta mjóbaksins. 3) Þegar þú hlustar eða talar, t.d. í síma, er ágætt að færa stólbakið aft- ur. Þá styður það vel við mjóbakið og ber eitthvað af þunga efri hluta líkam- ans. MUdu skiptir að rétt bil sé á mUli vinnuborðsins og hæðar stólsins. Þegar þú situr við borðið í rétt stiUt- um stól, eiga axlirnar að vera slakar. Upphandleggimir eiga að hanga frjálslega niður með síðum og fram- handleggimir eiga að vera láréttir þannig að þungi þeirra hvíli á borðplötunni. Með þessum stelling- um er komið í veg fyrir vöðvaspennu í hálsi. GÓÐAR ÆFINGAR í ritinu Bakþankar, sem Vinnueftir- Ut ríkisins gaf út fyrir nokkru, er bent á æfingar sem gott er að gera tU að hamla gegn áhrifum of mikillar setu á bakið. Þeim er lýst á þennan veg: 1. ÆFING • Sittu á stólbrúninni með fætuma á gólfmu og langt á milU hnjánna. Handleggimir eiga að hanga slakir niður með síðum. Lokaðu augunum og finndu muninn á spenntum og slökum vöðvum. • Dragðu djúpt andann og lyftu öxlunum upp að eyrum. • Andvarpaðu og láttu axUmar síga rólega niður. • Endurtaktu þetta nokkmm sinnum. 2. ÆFING Þegar þú ert búinn að sitja og vinna dálitla stund, skaltu teygja á vöðvun- um og hreyfa bakið. • Sittu á stólbrúninni með langt bil á miUi hnjánna. • Taktuhöndumsamanogteygðu handleggina fram, láttu höfuðið hanga á milli handleggjanna og skjóttu upp kryppu milli herða- blaðann. Taktu eftir teygjunni, efst í bakinu. • Sittu með upprétt, beint bak. Taktu höndum saman fyrir aftan bak. Reyndu að teygja úr oln- bogunum um leið og þú beinir bringunni vel fram og upp. Taktu eftir því, hvernig þú getur rétt úr hryggnum á miUi herða- blaðanna og teygt vöðvana framan á öxlunum. • Gerðu þetta nokkrum sinnum, áður en þú ferð aftur að vinna. 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.