Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 67

Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 67
 í höfuðstöðvum SAS í Frösundavik utan við Stokkhólm, hefur verið lögð áhersla á gott starfsumhverfi og yfirbyggð göngugata setur skemmtilegan svip á þennan 1400 manna vinnustað. LÍKAMINN RÆKTAÐUR í Frösundavik er frábær aðstaða til hvers konar líkamsiðkana; sundlaug, leikfimisalir, gufuböð og heilsurækt- araðstaða af fullkomnustu gerð. Sér- stakir leikfimikennarar voru ráðnir til að leiðbeina starfsfólki um holla hreyfingu og það er óspart hvatt til að nýta sér aðstöðuna í byggingunni. Mikil áhersla er lögð á takmarkanir við reykingum í Frösundavik og þeir starfsmenn sem reykja, verða að stunda þá iðju í sérstökum, vel ræst- um herbergjum. Leikfimisalurinn í aðalstöðvum SAS er 18x36 metrar og þar er hægt að iðka flestar greinar boltaíþrótta. Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar annast starfsmenn í heilsuræktardeildinni og þar geta mennlyftlóðum, skokkað, legið undir sólarlömpum, farið í gufubað eða gert hvað eina sem verkast vill við slíkar aðstæður. Kvarti einhver starfsmaður um verk í baki fær hann umsvifalaust meðhöndlun hjá sérfræðingum fyrir- tækisins og fær þá aðstoð og leiðbein- ingar gegn atvinnusjúkdómum sem upp kunna að koma. AÐ FÁ GOTT SAMBAND Þegar hafist var handa um endur- skipulagningu SAS fyrir allmörgum árum, var meginmarkmiðið það að skapa betri ímynd af fyrirtækinu sem þjónustuaðila. Þetta viðhorf var haft í huga þegar aðalstöðvamar voru hannaðar í Frösundavik. Hringi einstaklingur til SAS, t.d. til þess að kvarta undan þjónustu um borð í flugvél eða annars staðar, fær hann aldrei þau viðbrögð að sá sem á Aðstaða fyrir starfsmenn utan vinnutíma er með miklum ágætum og m.a. boðið upp á sundlaug, gufuböð, leikfimisali, líkamsræktarstöð, læknisþjónustu o.fl. 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.