Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 70

Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 70
ERTÖLVAN HÆTTULEG? AF ÍTARLEGUM RANNSÓKNUM MÁ RÁÐA AÐ EKKERT BENDITIL AÐ ÚTGEISLUN FRÁ TÖLVUSKJÁM ÞURFIAÐ VALDA VARANLEGUM SKAÐA. EN AUGUN ÞREYTAST FYRR EN ELLA OG OF LANGAR SETUR VIÐ TÖLVU LEIÐA AF SÉR ÝMSA KVILLA Vísindamenn hafa um langt árabil rannsakað áhrif frá tölvu- skermum á mannslíkamann þar sem hætta var talin á að útgeisl- un gæti valdið skaða, m.a. á fóstri vanfærra kvenna eða á augum manna. Niðurstöður þessara rannsókna benda ekki til að um slík áhrif geti verið að ræða og þess vegna hefur ekki verið talið nauðsynlegt að verja starfsfólk fyrir geislun. I þessu sambandi er rétt að minna á um- ræðuna þegar síminn kom til sögu. Margir voru þess fullvissir að hann væri hinn mesti skað- valdur og þegar bifreiðar urðu almannaeign, höfðu virtir vís- indamenn áhyggjur af því að 15- 20 km hraði gæti valdið ómældu tjóni á líkamanum! Hvað tölvurnar áhrærir hefur það eitt komið í ljós að kringum þær er að finna segulsvið, rétt eins og umhverf- is öll rafmagnstæki. Það er hægt að draga úr þessum áhrifum með því að jarðtengja lyklaborð tölvunnar og með því að jarðtengja skjásíu hennar. Fátt bendir hins vegar til að þessi geislun hafi áhrif á h'ðan fólks. Einnig hafa menn óttast áhrif skjávinnu á TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON. húðina, en ekkert bendir til að sú til- gáta eigi við rök að styðjast. Og er þá einhver ástæða til að gjalda varhug við mikilli vinnu fyrir ffaman tölvuskjái? Jú, álag á sjónina er mikið við skjávinnu. Hins vegar er ekki alltaf við sjálfan skjáinn að sakast því þættir eins og rangar vinnustell- ingar, slæm lýsing, mikið vinnuálag og vöðvaspenna, geta haft þau áhrif að augun verða fyrir óþægindum. HOLLRÁÐ UM TÖLVUR Með örri tækniþróun hefur á skömmum tíma tekist að sníða van- kantana af tölvunum, þ.e. að því er varðar álag á líkama þeirra sem við þær starfa. Hins vegar er full ástæða til að benda fólki á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar tölvan, sem vinnutæki, er metin. • Mjög æskilegt er talið að skjár og lyklaborð séu aðskilin, svo hægt sé að stilla þau hvort um sig. Skjánum þarf að vera hægt að snúa og færa frá augum starfsmanns eins og þurfa þykir. • Hæð lyklaborðsins ætti ekki að vera nema 2 cm frá borðplötu, mælt við aðra lyklaröð. Halli þess skal vera um 5 gráður. • Borðrými þarf að vera nægilegt miðað við þau verkefni sem unn- in eru. Nægt rými þarf að vera fyrir fætur undir borðinu. • Flestir tölvuskjáir eru dökkir og nauðsynlegt að dempa lýsingu til að auðveldara sé að lesa af honum. Reiknað er með að yfir 500 lúx þurfi við venjulega skrif- stofuvinnu en 300-500 lúx við tölvuvinnu. Jafnframt þarf bein lýsing á handrit og lyklaborð að vera næg. • Besta staðsetning tölvuskjás er þannig að dagsbirtan komi frá hlið en ekki framan eða aftan frá. Gæta verður þess að ljósgjafi speglist ekki í tölvuskjánum. • Starfsmaður við tölvuskjá þarf að hafa næði við vinnu sína. Æskilegt er að hávaði umhverfis hann fari ekki upp fyrir 55 dB. Hávaða frá tölvuprentara ber að dempa með öllum tiltækum ráð- um. • Tölvari verður að gæta þess að taka stutt vinnuhlé með reglu- legu millibili. í samningum skjá- vinnufólks í prentiðnaði eru ákvæði um 10 mínútna hvfld á hverri klukkustund. 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.