Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 82

Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 82
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA AVINNINGUR AF ,, PJÓÐ ARSÁTTINNI “ Það leikur ekki á tveimur tungum að með þeim kjarasamningi, sem nú gengur jafnan undir heitinu „þjóðarsátt“, urðu ákveðin tímamót í samskiptum vinnuveitenda og laun- þegahreyfingarinnar á Islandi. Þessar tvær fylkingar, sem löngum hafa verið stríðandi, tóku höndum saman um að hafa frumkvæði að því að freista þess að kveða verðbólguna nið- ur, en óþarfi er að fara um það mörgum orðum hvemig eilífar víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags hafa leikið íslenskt efnahagskerfi allt frá dögum viðreisnarstjómarinnar. Öllum hefur verið meinsemdin ljós og séð hvað gera þurfti og sennilega væri efnahagsumhverfið og staða þjóðarbúsins nú allt önnur ef gripið hefði verið til slíkra aðgerða fyrir svo sem hálfum öðrum eða tveimur áratugum. Það sem vekur nú jafnvel enn meiri athygli og vonir um raunhæfan árangur er sú ákveðni sem fram hefur komið að láta samninginn halda og ná því markmiði sem að er stefnt. Það hefur oftsinnis komið fyrir að blekið hefur vart verið þornað í undirskriftum samninga við stærstu launþegasamtökin þegar forsend- ur þeirra samninga hafa verið brostnar vegna þess að einstakir þrýstihópar hafa sprengt þá í loft upp. Af atburðum liðinna vikna er hins vegar ljóst að það er full alvara hjá þeim sem stóðu að „þjóðarsáttinni“ að knésetja þrýsti- hópana og sjá til þess að einn fái ekki meira en annar. Stærstu samtök launþega og atvinnu- rekendasamtökin finna líka styrk sinn í því að þjóðarvilji er á bak við þá. Þrýstihóparnir hafa nú minni samúð með málstað sínum en fyrr. Styrkur „þjóðarsáttarinnar“ kom hvað best fram í BHMR-málinu á dögunum þar sem ljóst er að þrýstingur frá þessum aðilum varð til þes að ríkisstjórnin átti ekki annarra kosta völ en að ómerkja gerðir fjármálaráðherra síns. Raunar er BHMR-samningurinn gott dæmi um það viðhorf sem löngum hefur ríkt í kjarasamningum hérlendis, þar sem friður er keyptur með óútfylltum ávísunum. Menn velta því gjarnan fyrir sér af hverju „þjóðarsáttin“ tókst nú og af hverju nú er loks ákveðni að láta hana halda? Af hverju tóku aðilar vinnumarkaðarins í raun fram fyrir hendur ríkisvaldsins sem vinalega hefði átt að hafa frumkvæðið og stefnumörkun. Sjálfsagt eru ástæðumar margar. Það hlaut einhvern tímann að koma að því að spyrnt yrði við fót- um. En kannski em veigamestu ástæðurnar tvíþættar. Það eru að verða breytingar á upp- byggingu launþegahreyfingarinnar og tengsl sterkustu aðilanna innan hennar við pólitíska flokka em að rofna. Hið sama gildir einnig um vinnuveitendur. Sterkustu mennirnir innan þessara samtaka eru ekki stengjabrúður sem dansa eftir hlómfalli misvitra stjórnmála- manna og fagleg sjónarmið og raunverulegur vilji og skilningur ráða meiru en áður. Ávinn- ingur af „þjóðarsáttinni“ er kannski ekki síst sá að þeir aðilar, sem að henni stóðu og hafa beytt valdi sínu til þess að láta hana standa, sjá að þeir hafa nú raunverulega sterkari stöðu en þeir gætu nokkru sinni fengið með hlýðni við stjórnmálamenn eða gegnum stjórnmálaleg ítök. 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.