Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Side 8

Frjáls verslun - 01.04.1991, Side 8
FRETTIR WALL STREET: MJÖG GOn HUÓÐ í MÖNNUM 100 STÆRSTU: UNDIRBÚNINGUR HAFINN Undirbúningur er haf- inn að vinnslu Frjálsrar verslunar á upplýsingum um stærstu fyrirtækin á íslandi árið 1990. Verið er að senda út spurningalista til hundr- uða fyrirtækja þar sem leitað er eftir þeim upp- lýsingum sem unnið verður úr í sumar. Sú hætta er ávallt fyrir hendi að einhverjir, sem erindi eiga á lista okkar yfir stærstu fyrirtækin, fái ekki senda spurninga- lista frá okkur. Þá er mönnum vinsamlega bent á að hafa samband við Frjálsa verslun í síma 91-685380 til að fá spurn- ingalistana senda. KEA: AFKOMA BATNAR Á árinu 1990 urðu mik- il umskipti til hins betra í rekstri og afkomu Kaup- félags Eyfirðinga. Hagn- aður ársins nam 262 milljónum króna, en tap var árið á undan, 177 milljónir króna. Árið 1988 var einnig mikill taprekstur hjá KEA. Heildarvelta í aðal- rekstri KEA á árinu 1990 nam 8.315 milljónum króna og hafði aukist um 7.2% frá árinu á undan. Velta samstarfsfyrir- tækja félagsins var 1.708 milljónir króna sem er 12% lækkun frá árinu 1989. Bókfærð eiginfjárstaða Kaupfélags Eyfirðinga í árslok 1990 var 2.609 milljónir króna sem samsvarar 37.5% eigin- fjárhlutfalli. Rekstur verðbréfafyr- irtækja á Wall Street gengur nú vel vegna upp- gangs á verðbréfamörk- uðunum. Fyrirtækin eru nú aftur rekin með hagn- aði, en í fyrra var tap á rekstri verðbréfafyrir- tækjanna alls um 150 til 200 milljónir USD. Þá höfðu þessi fyrirtæki ekki verið rekin með tapi frá árinu 1973. Mjög gott hljóð er nú í kaupsýslu- mönnum á Wall Street og er gert ráð fyrir að hagn- aður hafi numið 500 milljónum USD á fyrsta ársfjórðungi 1991. Flest- ir, sem til þekkja, eru nú orðnir bjartsýnir á fram- tíðina. Mikil aukning hef- ur verið í útgáfu nýrra verðbréfa og hefur sala þeirra gengið sérlega vel. Þetta kom m.a. fram þegar Frjáls verslun ræddi við Guðmund Franklín Jónsson um miðjan apríl, en blaðið birti viðtal við hann í 12.tbl 1990. Guðmundur er löggiltur verðbréfasali og starfar á Wall Street. Hann mun í næstu tölu- blöðum Frjálsrar versl- unar skýra lesendum blaðsins frá því helsta sem er að gerast á verð- bréfamörkuðunum í Wall Street. Við teljum að þetta geti verið gagnlegt, einkum vegna þess að nú hafa Islendingar heimild til að fjárfesta í erlendum verðbréfum upp að vissu marki. Hjá Guðmundi kom m.a. eftirfarandi fram: „Eftirspurn eftir verð- bréfum hefur nú farið fram úr framboði, enda hungrar fjárfesta nú í verðbréf. Verð á hluta- bréfum heldur áfram að hækka þó svo fyrirtæki gefi út milljarða USD í nýjum hlutabréfum. Yfir- leitt er raunin sú að ný útgáfa lækkar markaðs- verð hlutabréfa. Það hef- ur ekki reynst vera þann- ig upp á síðkastið. Miðað við þá bjartsýni, sem nú er ríkjandi, trúi ég því að Dow Jones vísi- talan eigi eftir að ná nýju hámarki. Vísitalan hefur ekki komist auðveldlega upp úr 2.950 stigum, en vænta má að hún nái fljót- lega 3.100 stigum. f júlí gæti Dow Jones vísitalan verið komin í 3.250 stig. Ef ég ætti að ráðleggja mönnum um hlutabréfa- kaup myndi ég hvetja þá til að fjárfesta nú í fjár- mála-, tækni- og sérversl- anafyrirtækjum, svo og í völdum lyfjafyrirtækjum. Sumir mæla einnig með því að fjárfesta í silfur- námum og olíuhreinsun- arstöðvum. Fyrir þá, sem eru að huga að „vorinnkaup- um“, get ég nefnt nokkur fyrirtæki sem verðbréfa- salar á Wall Street telja vænlegt að fjárfesta í um þessar mundir: BOEING, COCA-COLA, DU PONT, GENERAL ELETRIC IBM, MC.DON- ALDS, MMM, PHILIP MORRIS, PROCTER & GAMBLE, WESTING- HOUSE, WOOLWORTH og MERK. Hér eru menn bjartsýn- ir á framtíðina og gera sér vonir um að Bandaríkja- stjórn geri ráðstafanir sem verði til þess að bæta fjármálalífið. En mönn- um er ráðlagt að gleyma því ekki að heilbrigður rekstur fyrirtækja er meira virði en auðveldur aðgangur að fjármagni á verðbréfamörkuðunum — þó best sé auðvitað að þetta tvennt geti fylgst að.“ 8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.