Frjáls verslun - 01.04.1991, Side 10
FRETTIR
FYRSTA ARISLANDSBANKA:
MJÖG GÓDUR
ÁRANGUR
Árangur íslandsbanka
hf. á fyrsta rekstrarári
hans fór fram úr björtustu
vonum. Hagnaður bank-
ans var 448 milljónir
króna, sem er mun betri
rekstrarárangur en náð-
ist hjá hinum viðskipta-
bönkunum, Landsbanka
og Búnaðarbanka. Þessu
til viðbótar kom fram að
kostnaður við samein-
ingu bankanna fjögurra,
sem var gjaldfærður á ár-
inu, nam vel á annað
hundrað milljónum
króna. Því virðist vera að
hagnaður bankans hafi í
raun verið um 600 millj-
ónir króna af rekstri
fyrsta starfsárið.
Þetta hlýtur að teljast
vera frábær árangur,
einkum í ljósi þess að
mikið átak var að sam-
eina fjóra banka. Samein-
ingin tók mikla orku frá
stjórnendum og starfs-
mönnum bankans fram
eftir árinu 1990. Bankinn
hélt heildarinnlánum sín-
um, en yfirleitt er talið
eðlilegt að viðskipti tap-
ist við jafn umfangsmikl-
ar sameiningar fyrir-
tækja og hér um ræðir. Is-
landsbankamönnum
tókst að koma í veg fyrir
það.
Á aðalfundi bankans
kom m.a. fram að litið er
svo á að meginvinnan
vegna sameiningarinnar
sé að baki og næstu stór-
verkefni felist einkum í
því að hefja öfluga mark-
aðssókn og víðtæka
stefnumótun fyrir næstu
ár.
Einar Sveinsson var
kjörinn formaður banka-
ráðs Islandsbanka hf.
Aðrir bankaráðsmenn
eru þeir Ásmundur Stef-
ánsson, Brynjólfur
Bjarnason, Guðmundur
H. Garðarsson, Haraldur
Sumarliðason, Kristján
Ragnarsson og Magnús
Geirsson. Til vara: Árni
Benediktsson, Guðmund-
ur B. Ólafsson, Indriði
Pálsson, Ólafur Ólafsson,
Orri Vigfússon, Rafn
Johnson og Sveinn Val-
fells.
ÍSLANDSBANKI:
130 MILUÓNIR í MARKAÐSSTARF
Á síðasta ári varði ís-
landsbanki hf. 130 millj-
ónum króna í markaðs-
starfsemi af ýmsu tagi.
Þetta kom fram á aðal-
fundi bankans.
Ætla má að með þessu
hafi bankinn verið í hópi
þeirra fyrirtækja sem
vörðu hvað mestum fjár-
munum til markaðsstarfs
hér á landi á árinu 1990.
Það þarf ekki að koma á
óvart í ljósi þess að þetta
var fyrsta starfsár bank-
ans eftir sameiningu fjög-
urra banka.
SÉRSMÍÐUM HÚSGÖGN
ÁSAMT ÖLLUM
INNRÉTTINGUM í HÆSTA
GÆÐAFLOKKI.
GERUMFÖST VERÐTILBOÐ.
ÓSEYRI1A S 96-23082 FAX 96-23571
603 AKUREYRI
10