Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 16
FRETTIR
SAMNINGUR FLUGLEIÐA OG TOLLVÖRUGEYMSLUNNAR:
FLUGFRAGT FLUGLEIÐA A EINUM STAÐ
Frá undirritun samstarfssamnings Flugleiða og Tollvörugeymslunnar: Standandi frá vinstri
Halldór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Flugleiða, Arngeir Lúðvíksson, for-
stöðumaður Flugfragtar, Gylfi Sigfússon, fjármála- og markaðsstjóri Tollvörugeymslunnar,
Hjörtur Þorgilsson, deildarstjóri hagdeildar Flugleiða, Júlíus S. Ólafsson, stjórnarformaður
Tollvörugeymslunnar og Othar Örn Petersen, hrl. Sitjandi frá vinstri Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða og Helgi K. Hjálmsson, forstjóri Tollvörugeymslunnar.
Flugleiðir hf. hafa gert
samning við Tollvöru-
geymsluna hf. um vöru-
húsarekstur fyrir Flug-
fragt Flugleiða. Fragtaf-
greiðslan, sem nú er að
Bíldshöfða 20, verður
flutt í nýinnréttað vöru-
hús Tollvörugeymslunn-
ar við Héðinsgötu eftir
eitt ár.
Eftir breytinguna geta
viðskiptavinir Flugfragt-
ar gengið að afhendingu
farmbréfa, frágangi toll-
skjala, tollmeðferð,
bankaþjónustu og af-
hendingu úr vöruhúsi á
einum stað. Hingað til
hefur þetta kostað ferðir
til 3-4 staða víðs vegar
um borgina.
Þessi breyting á þjón-
ustu Flugfragtar er liður í
endurnýjun allra þjón-
ustuþátta í rekstri Flug-
leiða.
Eftir undirritun samn-
ingsins við Tollvöru-
geymsluna sagði Pétur J.
Eiríksson, framkvæmda-
stjóri markaðssviðs Flug-
leiða, að samningurinn
væri hagstæður fyrir
Flugleiðir og viðskipta-
vini félagsins: „Við felum
vöruhúsaþjónustuna í
hendur fyrirtækis sem
hefur áratuga langa
reynslu og sérþekkingu á
þessu sviði. Tollskjala-
og bankaþjónusta, sem
boðið verður upp á í
tengslum við flugfragt-
ina, auk tollmeðferðar, er
til mikils þægindaauka.
Tollvörugeymslan, sem
rekur afgreiðsluna, mun
á næstu mánuðum inn-
rétta fyrsta flokks vöru-
hús fyrir Flugfragtina
með nýjum tækjum og
hillukerfum. Öll vöru-
meðferð á því að verða til
fyrirmyndar."
Auk innréttinga í vöru-
húsi mun Tollvöru-
geymslan byggja 300 fer-
metra skrifstofuhús fyrir
Flugfragtina. Þar fer
fram öll umsýsla og af-
hending farmbréfa.
Ef Tollvörugeymslan
fær heimild til reksturs á
frísvæði á næsta ári
munu Flugleiðir geta nýtt
sér möguleika, sem þá
skapast, þannig að unnt
verði að bjóða fyrirtækj-
um beggja vegna Atlants-
hafsins að hafa vörur á
lager á frísvæðinu og
dreifa þeim héðan með
Flugleiðavélum til við-
komustaða í Evrópu og
Ameríku.
viö flytjum-sendum-sækjum
25050
SeNDIBILASfOÐIN Hf
opið um kvöld og helgar
16