Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 22
HEIMSÓKN
AFKOMA FIMM MANNA FJÖLSKYLDU:
ÞAÐ ÞARF Á ÖLLU AÐ
HALDA
FRJÁLS VERSLUN TÓK HÚS ÁINGU DÍSINGÓLFSDÓTTUR, SJÓMANNSKONU OG
HÚSMÓÐUR Á AKRANESI, FÉKK AÐ LÍTA Á HEIMILISBÓKH ALDIÐ OG
FORVITNAST UM ÞAÐ HVERNIG FIMM MANNA FJÖLSKYLDA LÉTIENDA NÁ
SAMAN.
Um eina tegund fyrirtækja er
sjaldan fjallað í fjölmiðlum.
Þessi fyrirtæki eru töluvert frá-
brugðin öðrum fyrirtækjum, en
samt ekki. f þessum fyrirtækj-
um, eins og öðrum, er stofn-
kostnaður töluverður og oftar
en ekki er eiginfjárstaðan afar
bágborin í nokkur ár eftir stofn-
un. Fjárfestingarnar eru mestar
í byrjun og þá verða stjórnend-
urnir að leggja sig alla fram til
að geta staðið straum af afborg-
unum. Hér er að sjálfsögðu verið
að ræða um heimilið sem fyrir-
tæki.
Frjálsri verslun lék hugur á að vita
hvernig hin dæmigerða vísitölufjöl-
TEXTI: BJARNI BRYNJÓLFSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
22
skylda, þ.e. hjón með þrjú börn,
kæmist af í kröppum sjó tilverunnar.
Valin var fjölskylda á Akranesi með
allgóðar tekjur. Hvernig gengur
venjulegri fjölskyldu að ná endum
saman? Er eitthvað eftir af laununum
þegar búið er að greiða afborganir af
húsinu? Fer fjölskyldan í sumarfrí til
útlanda? Getur hún leyft sér að borða
úti? Þessum og fleiri spurningum er
svarað í þessari grein.
Bæði hjónin unnu úti í mars en eig-
inmaðurinn er aðalfyrirvinna fjöl-
skyldunnar. Hann heitir Pétur Júlíus
Sigurðsson, 35 ára gamall, og er
stýrimaður á togara. Húsmóðirin,
Inga Dís Ingólfsdóttir, 30 ára, hefur
unnið hálfan daginn í verslun en er nú