Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 24
HEIMSOKN
hætt því að mestu. Þau hjónin hittust í
Vestmannaeyjum, þar sem Inga Dís
er fædd og uppalin, og byrjuðu að búa
árið 1978. Pétur er frá Seyðisfirði en
kom til Vestmannaeyja á vertíð. Arið
1986 fluttust þau frá Vestmannaeyj-
um til Akraness þar sem þau búa enn
og líkar vel. Þau eiga þrjú börn sam-
an, Ingunni Guðmundu, 11 ára, Guð-
björgu Mörtu, 7 ára og Ingólf Júlíus, 4
ára. Pétur og Inga Dís keyptu fyrir ári
gamalt, uppgert timburhús, 180 fer-
metra að stærð. Það kostaði 4.1 mill-
jón enda húsnæðisverð mun lægra á
Akranesi en í Reykjavík. „Fasteigna-
verð hér hefur þó hækkað töluvert
núna þó lítil sala sé í fasteignum,"
segir Inga Dís.
Þar sem Pétur er mikið á sjónum
sér Inga Dís að mestu um rekstur
heimilisins. Hún er framkvæmda-
stjórinn. MeðaUaun þeirra beggja á
mánuði eru um 230.000 krónur.
Launin fara náttúrlega eftir því
hversu mikinn afla togari Péturs
dregur úr sjó. Fyrir marsmánuð
höfðu þau hjón samanlagt 321.179
krónur í tekjur fyrir skatta og annan
frádrátt. Af þessum brúttótekjum
staðgreiddu þau 81.057 kr. í opinber
gjöld. Aðrir frádráttarliðir bættast við
og náum alls kr. 129.887, eins og sjá
Inga Dís: Hætti að vinna vegna þess að það borgaði sig ekki lengur vegna
skattheimtunnar. „Það sem ég fékk útborgað var dregið af manninum
mínum í skatta.“
24