Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Side 31

Frjáls verslun - 01.04.1991, Side 31
NEYTENDASAMTOKIN ERU ORÐIN FJÖLDASAMTÖK Frjáls verslun leitaði til for- manns Neytendasamtakanna, Jóhannesar Gunnarssonar, og bað hann að útlista hvað fólk gæti gert til að láta enda ná saman. Jóhannes:„Það er góð regla að hafa tvennt í huga áður en maður fer út að versla. í fyrsta lagi að skrifa allt niður á lista sem maður ætlar að kaupa og halda sig síðan við listann þegar í búðina er komið. í öðru lagi að fara aldrei út í búð glorhungrað- ur. Ef maður er svangur liggja freistingarnar alls staðar í vegi fyrir manni; lyktin af kjúklingnum, sem verið er að grilla í búðinni, ærir upp í manni hungrið og nautasteikin í kjötborðinu verður helmingirauðari og gimilegri. Það er mjög mikil- vægt að gæta aðhalds þegar keypt er inn, bera saman verð og kynna sér gæði þegar varanlegar vörur eins og t.d. heimilistæki eru keypt- ar. Það er einnig mikilvægt að læra á verslunina, sem maður skiptir við, læra að þekkja ódýru vörumerkin og hvar þau er að finna. Verðmunur á mismunandi vörumerkjum er gíf- urlega mikill innan sömu verslunar, ekki bara á milli verslana. Ég vil einnig brýna fyrir fólki að þegar það kaupir varanlega hluti, t.d. heimil- istæki eða húsgögn, þá ætti það alltaf að reyna að staðgreiða þá. Staðgreiðsluafslátturinn er að minnsta kosti 5% og það er ódýrara að fara í banka og taka lán fyrir hlutnum en að kaupa hann með ein- hvers konar afborgunarskilmálum. Annars er auðvitað best og örugg- ast að safna fyrst og kaupa svo.“ Hvemig gengur fólki að komast af? „Við hjá Neytendasamtökunum heyrum kannski ekki svo mikið um það. Því miður þá höfum við ekki getað veitt fólki nema mjög tak- markaða þjónustu sem miðar að því að hjálpa því við að ná endum sam- an. Slík þjónusta er hins vegar veitt hjá neytendastofnunum í Noregi og Finnlandi. Þar kemur fólk með heimilisbókhaldið sitt og fær ráð- leggingar um það hvernig hægt sé að spara. Við höfum verið að skoða það hvernig við gætum veitt slíka þjónustu og höfum reyndar mikinn áhuga á því að koma á slíkri ráðgjaf- arþjónustu. Ég held að gjaldþrot æ fleiri einstaklinga sýni að það geng- ur verr og verr hjá fólki að ná end- um saman. Ef fólk vill ná niður rekstrar- kostnaði heimilisins þá er mjög mik- ilvægt að það haldi heimilisbókhald. Þá fyrst sjáum við í hvað peningarn- ir fara. Ég hef ráðlagt fólki að sund- urliða af og til nákvæmlega matar- reikningana. Þá sér maður hvar maður vill spara.“ Eru Islendingar vakandi í sam- bandi við verðlagsmál? „Það hefur sem betur fer orðið stórkostleg breyting þar á. Þegar verðbólgan æddi áfram hér þá var fólki gert ómögulegt að fylgjast með verðlagi. Með stöðugra verð- lagi hefur þetta breyst mikið. Fólk er farið að fylgjast miklu betur með verði. Grundvöllurinn fyrir þessu er fyrst og fremst stöðugt verðlag en það spilar líka inn í þetta að lág- tekjufólk þarf að velta verðlagi fyrir sér. íslendingar eru orðnir mjög gagnrýnir neytendur og það finnst okkur ánægjulegt. Fólk, sem ætlar að kaupa heimilistæki, hringir í okk- ur og vill fá upplýsingar um gæða- kannanir á tækjum. Fólk er farið að gefa sér betri tíma núna og veltir vöngum yfir gæðum.“ Standa neytendur saman um hagsmuni sína? „Ég get ekki túlkað þá gríðarlegu félagaaukningu, sem hefur orðið hjá Neytendasamtökunum, öðruvísi en svo að neytendur séu tilbúnir að standa saman. Neytendasamtökin hafa vaxið úr fimm þúsund manna samtökum í tuttugu þúsund manna samtök. Það þýðir að nær fjórðung- ur allra heimila í landinu fylgist með neytendamálum. Og það er hægt að fá neytendur til að rísa upp og segja hingað og ekki lengra ef verið er að valtra yfir þá.“ 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.