Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 33
INNRETTINGAR
INNRÉTTINGAR HÍBÝLANNA
SVIPAST UM Á
MARKAÐNUM OG
HELSTUINN-
FLUTNINGS- OG
FRAMLEIÐSLU-
FYRIRTŒKIN HEIMSÓTT
„Út með borðstofuna og inn með alrýmið.“ Þetta er tónninn hjá
þeim sem framleiða og selja innréttingar í dag. Aður fyrr voru alltaf
teiknaðar sérstakar borðstofur í öll hús en lítil áhersla lögð á eld-
húsin sjálf og oft ekki gert ráð fyrir að þar færi neitt fram annað en
eldamennska. Svo breyttust tímarnir og borðstofan varð hluti af
stássstofunni og var því ekki notuð nema á hátíðisdögum en fjöl-
skyldan borðaði hversdags í eldhúsinu og þurfti gjarnan að skipta
niður í hópa því ekki komust allir fyrir í einu. Nú er aftur á móti farið
að tengja borðstofu og eldhús saman og er það gjarnan kallað „al-
rými“, þ.e.a.s rýmið þar sem allar helstu athafnir fjölskyldunnar
fara fram. Þar er eldað, borðað, saumað, lært, jafnvel horft á sjón-
varp o.s.frv.
TEXTI: SÓLVEIG BALDURSDÓTTIR
Geysilegur fjöldi fyrirtækja er á
innréttingamarkaðnum um þessar
mundir. Innréttingarnar eru ýmist
framleiddar hér á landi eða fluttar inn
og, eins og myndirnar í þessari grein
bera með sér, eru þær bæði fallegar
og vandaðar. íslendingar láta heldur
ekki bjóða sér neitt annað í þessum
málum frekar en öðrum. Frjáls versl-
un leitaði til nokkurra fyrirtækja og
hér á eftir má sjá myndir af því nýjasta
sem þau hafa upp á að bjóða.
Innréttingar fylgja tísku eins og
annað en þeim, sem leitað var til, bar
saman um að núna væru fleiri tegund-
ir innréttinga í tísku en oft áður. Hvít-
ar innréttingar virðast þó vera á und-
anhaldi og meira ber á viðarinnrétt-
33