Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 46
IKEA: Þetta er ný framleiðsla frá IKEA sem kallast Nexus.
HÚSASMIÐJAN
Húsasmiðjan, Skútuvogi 16, flytur
inn eldhús- og baðinnréttingar og
fataskápa frá danska fyrirtækinu Bol-
idan. Þessar innréttingar eru allar
byggðar upp á sama kerfinu og hægt
er að raða þeim saman að vild. Að
sögn Ellu Stefánsdóttur deildarstjóra
eru þessar vörur alltaf til á lager og er
hægt að afgreiða þær með stuttum
fyrirvara, ýmist sem heilar innrétt-
ingar eða staka skápa. Seldar eru sex
mismunandi hurðagerðir en það, sem
hefur vakið mesta athygli, eru
sprautulökkuðu hurðirnar. Þær eru
sprautaðar eftir óskum hvers og eins
og hægt er að velja um 1500 mismun-
andi liti. Auk þess fást hurðirnar í
beiki eða plasthúðaðar.
VALD. POULSEN
Verslunin Vald. Poulsen, Suður-
landsbraut 10, er fyrsta verslunin
sem hóf sölu á innfluttum baðinnrétt-
ingum. Innréttingarnar eru frá
danska fyrirtækinu Dansani og
sænska fyrirtækinu Hafa. Matthildur
Ingvarsdóttir deildarstjóri segir að
hvítu innréttingarnar með gamla lag-
inu hafi tvímælalaust verið það vin-
sælasta fram til þessa en nú sé farið
að bera á fyrirspumum um innrétting-
ar úr viði. Það nýjasta hjá Vald. Poul-
sen er innréttingin hér að neðan sem
kölluð er Bianca 2000, sem er hvíta
innréttingin, og kostar hún um
70.000.- krónur. Innifalið í því verði
er spegill, ljós og vaskur.
INNRETTINGAR
HÚSASMIÐJAN: Innréttingin er plasthúðuð og viðurinn er beiki. Hún kost-
ar um kr. 240.000.-.
Bianca 2000, glæsileg innrétting frá
Vald. Polusen.
46