Frjáls verslun - 01.04.1991, Side 49
ELDHÚS & INNRÉTTINGAR: Hér má sjá tíu mismunandi gerðir af því sem í
boði er hjá þessu fyrirtæki.
snúning á stigana allt upp í hringstiga.
Stiginn vinstra megin er smíðaður úr
gegnheilu beyki og kostar um
280.000.- krónur. Þessi sami stigi
mundi kosta um 200.000.- krónur úr
furu.
EPSTIGAR
EP Stigar hf. er eitt af fáum fyrir-
tækjum sem hafa sérhæft sig í smíði á
stigum og handriðum. Að sögn Pét-
urs Sigurðssonar, annars eiganda
fyrirtækisins, hafa þeir lagt áherslu á
smíði á formbeigðum handlistum og
má sjá sýnishorn af þeim á næstu
síðu. Myndin vinstra megin er af efsta
hluta stiga sem smíðaður er úr bæs-
uðu mahóníi sem á mjög vel við
marmaraflísarnar. Stiginn hægra
meginn er smíðaður úr eik. Hér má
sjá sjá hvemig listarnir eru for-
mbeigðir og píláramir renndir
skemmtilega. Þetta er hringstigi sem
er mjög hentugur þar sem lítið er
pláss.
ELDHÚS & INNRÉTTINGAR
Eldhús & innréttingar í Ármúla er
ný verslun en þar eru seldar innfluttar
eldhúsinnréttingar frá júgóslavneska
fyrirtækinu MARLES. Þetta eru
fjöldaframleiddar innréttingar og því
ódýrar. Þær eru smíðaðar úr spón-
lagðri og gegnheilli eik, elri, plast-
lögðum MDF plötum og sprautulakk-
aðar í hvítu. Ódýrasta innréttingin
kostar um 150.000.- krónur en sú
dýrasta um 300.000,- krónur. Hægt
er að fá lánað myndband sem sýnir
uppsettar innréttingar og er það fyrst
og fremst hugsað sem þjónusta við
landsbyggðina.
GÁSAR
Verslunin Gásar, Ármúla 7, selur
innréttingar í allt húsið auk tréstiga
eins og þá sem eru á myndunum.
Stigarnir fást í viðartegundunum
furu, eik, beiki og mahóní eða málaðir
og ýmist með renndum pílárum og
handriði eða sléttum. Að sögn Ólafs
Morthens, eiganda fyrirtækisins, er
mjög vinsælt um þessar mundir að
láta mahóm viðinn njóta sín en bæsa
hann ekki. Hægt er að fá mismunandi
GÁSAR: Stigi úr beiki sem kostar um 280 þúsund krónur. Hann er mun
ódýrari úr furu.
49