Frjáls verslun - 01.04.1991, Síða 52
HUSNÆÐI
lagslegum grunni eða á frjálsum
markaði. íbúðaverð hjá þessum aðil-
um hefur verið á ýmsa vegu og verð-
ur ekki farið út í þá sálma hér. En ekki
er hægt að íjalla um íbúðir í fjölbýlis-
húsum án þess að minnast á þessa
hópa en byggingamál þeirra eru að
þróast á markaðnum og felur sú þró-
un t.d. í sér byggingu leiguíbúða.
Skoðum nú í stórum dráttum mis-
muninn á þessum tveim megin þátt-
um og veitum eftirtekt að eignamynd-
un og ábyrgð er mismunandi, hvort
heldur um er að ræða „framleiðend-
ur“ húsanna eða „íbúðaeigendur".
A) Byggt á félagslegum
grunni:
Þegar byggt er félagslega greiða
félagsmenn það verð fyrir íbúðimar
sem stjórnendur félagsins hafa viður-
kennt sem byggingakostnað. Hér lýt-
ur kostnaðurinn að vísu lögmálum
markaðarins hverju sinni hvað varðar
verðlag á efni og vinnu. Hæfni stjórn-
enda tú að gera hagstæða samninga
og fá hæfa menn tO starfa gildir hér
eins og um allar aðrar framkvæmdir.
Hér ber að hafa í huga að það er ekki
gefið að verðlag á efni og vinnu haldist
í hendur við markaðsverð á blokk-
aríbúðum. Félagar greiða það verð
fyrir íbúðirnar sem þær kosta á þeim
tíma sem þær eru byggðar. Á félags-
legum byggingarformum er nokkur
munur eftir því hvort byggt er í bú-
seturéttarkerfi, verkamannabústöð-
um eða byggingasamvinnufélögum.
Skoðum aðeins muninn á þessu:
1) Búseturéttarkerfið (Búseti):
Hér er um að ræða milliform milli
eignar og leigu, kerfi sem einfaldar
mjög allt sem heitir viðhald, rekstur
o.þ.h. Félagið sér um slíkt sam-
kvæmt lögum þar sem sjóðir eru
stofnaðir, annars vegar um íbúðirnar
og hins vegar um sameignina og
reksturinn. Félagsformið er ekki nýtt
af nálinni, það hefur lengi verið við
lýði á hinum Norðurlöndum, þar sem
um tvær milljónir íbúða hafa verið
byggðar, og það er einnig þekkt í
Bandaríkjunum og Kanada. Sérstök
lög frá Alþingi íslands gOda um þetta
félagsform: „Lög um ótímabundinn
umráðarétt með kaupum á búsetu-
rétti (eignarhluta).“ Félagið er öUum
opið, jafnt ungum sem öldnum, jafn-
vel börnum. Við inngöngu fá menn
númer sem segir til um hvenær röðni
kemur að viðkomandi. Þegar menn
gerast félagar í þessu kerfi er gerður
óuppsegjanlegur samnúigur sem
aðeins er rift ef félaginn stendur ekki
við skuldbindingar (greiðslur) sínar
gagnvart félaginu. Meginreglan er sú
að greitt er búseturéttargjald sem fel-
ur í sér óframseljanlegan búseturétt,
bundOm við enistakling. Þetta bú-
seturéttargjald er 10% af kostnaðar-
verði íbúðarinnar og 90% fást lánuð til
„Það er sjálfsagður hlutur að hags-
munir beggja, kaupanda og selj-
enda, séu tryggðir."
allt að 50 ára. Lánardrottinn er Hús-
næðisstofnun ríkisúis. Vextir af lán-
Oiu eru mismunandi og fer það eftir
tekjum félaga. Annars vegar eru það
félagslegir 1% vextir og hins vegar
4,5% almennir vextir. Raunveruleg-
ur eignarhluti í íbúðinni eru þessi 10%
sem búseturétturinn var keyptur á.
Kvaðir eru á íbúðunum: Búseturétt-
hafi getur ekki veðsett hlut sinn og
framleiga er óheimil nema með leyfi
félagsins. Félagið er formlegur eig-
andi að íbúðinni og er ábyrgt fyrir
láninu en íbúi greiðir það niður á löng-
um tíma eins og að framan segir.
Mánaðarleg greiðsla til félagsins kaU-
ast búsetugjald og felur í sér: Afborg-
anOr af láninu, vexti og rekstrargjöld.
Vilji íbúi hætta í félaginu fær hann sín
10% greidd til baka með fuUum verð-
bótum án afskrifta. Verði búseturétt-
hafinn fyrir einhverri fjárhagslegri
ógæfu þá er hugmyndafræðin sú að
ekki sé hægt að gera lögtak eða ijár-
nám í hluta hans í íbúðOini. Samning-
urOin um búseturéttinn sé vemdaður
samkvæmt lögum. Markmiðið er að
sömu reglur gildi hér og á hinum
Norðurlöndunum þar sem ekki er
hægt að svifta fólk húsnæði með
dómsúrskurði nema tryggt sé að það
geti lifað mannsæmandi lífi þrátt fyrir
húsnæðismissOm.
2) Verkamannabústaðir: í dag er
52