Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 65
byggingu sem auðvitað er kostuð af
almenningi í einu eða öðru formi.“
Öm sagði að íslenskur verktaka-
iðnaður væri í mikilli þróun um þessar
mundir og að í byggingarstarfseminni
væru stórir aðilar að festa sig í sessi.
„Sannleikurinn er sá að í þessum iðn-
aði hafa allt of margir farið illa að ráði
sínu og of mörg gjaldþrot bitnað fyrst
og fremst á húsbyggjendum. Á út-
boðsmarkaðnum hafa sprottið upp
æfintýramenn sem hafa hreppt verk
með því að bjóða lágt, m.a. vegna
þess að þeir greiða ekki gjöld af sinni
starfsemi. Þrátt fyrir það hafa þeir
farið á hausinn í stómm stíl, efnissalar
og verkkaupar tapað stórfé og þetta
allt hefur svo leitt til hærra íbúðar-
verðs á endanum.
Ég hef ástæðu til að ætla að þessi
mál séu að færast til betri vegar. T.d.
er nú greinileg þróun í þá átt að við-
hafa forval, lokuð útboð og alverk-
töku í því skyni að útiloka skakkaföll af
þessu tagi auk þess sem kaupendur
Álftarós hefur hafið byggingu nýs og glæsilegs miðbæjar í Mosfellsbæ.
- gegnheilt stafaparket frá Póllandi
Hvað er gegnheilt stafaparket?
Það er ekki spónlagt og er ekki lagt „fljótandi" á gólfið,
heldur eru stafirnir felldir saman og límdir með sérstöku lími,
beint á steininn, slípað, spartlað og lakkað yfir í einu lagi.
Þess vegna er gólfið með lokuðu yfirborði, engin samskeyti
þar sem vatn og óhreinindi komast niður um.
Gegnheilt parket er líka hljóðlátara, það glymur ekki í því þegar gengið er á því og endingin er ótrúleg.
Gamalt gegnheilt parket er hægt að slípa og lakka aftur og aftur. í stað þess að lakka þá er hægt að olíubera
parketið. það gefur aðra áferð sem sumir kjósa. Það verður ögn dekkra og æðarnar í viðnum skýrast upp.
Olían er unnin úr náttúrulegum efnum og er þýsk eins og öll efnin sem notuð eru við parketlögnina.
Gegnheilt stafaparket frá Póllandi er þekkt fyrir gæði og endingu. Eikin er til dæmis harðari en gengur og
gerist og þolir þess vegna mun meiri umgang án þess að láta á sjá. Allt stafaparket frálnsúlu er hægt að leggja
á ýmsan hátt, t.d. í „fiskabeinsmynstur" og í beina lögn, eða svokallaða skrautlöng, sem smiðir okkar hafa
sérhæft sig í.
Gegnheilt gólf er varanlegt gæðagólf. Gólfin frá okkur eru til frambúðar. Auk pólska viðarins bjóðum við
upp á við frá Portúgal og Brasilíu. Við gefum bindandi verðtilboð.
Útsöluaðili í Reykjavík
Pcirkethúsið
Suöuriandsbraut 4a • 108 Rvk. • Slmi 91-865758 • Fax 91-678411
Opið 10-18 virka daga, 11-14 laugardaga
Innflytjandi
Insúlci innjíiilningiir lif.
Álafossvegi 40 • 270 Mosfellsbæ
Sími 91-668069-Fax 91-668063