Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 75

Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 75
Glæsilegt stórhýsi Byggðaverks mun brátt rísa á Hvaleyrarholtinu. ar viðskiptaaðilar eru undan- tekningarlaust afar ánægðir með þær íbúðir sem við höfum afhent,“ sagði Sigurður Sigur- jónsson stjórnarformaður Byggðaverks hf. í Hafnarfirði. Byggðaverk hefur verið einn um- svifamesti byggingaverktaki á höfuð- borgarsvæðinu um langt árabil. Starfsmenn fyrirtækisins eru á bilinu 120-200 talsins en í raun vinna þar mun fleiri því Byggðaverk gerir mikið af því að semja við undirverktaka um einstaka þætti. Sigurður kvað engan vafa leika á að þetta hefði gefist vel því með slíku fyrirkomulagi væru kostir einstakra starfsmanna betur nýttir auk þess sem yfirbygging í fyrirtækinu gæti haldist í lágmarki. Sigurður sagði að nýlokið væri við bílageymsluhús fyrir Reykjavíkur- borg við Vitastíg og nú stæði yfir bygging Heildar 3 við Skútuvog. Þá væri nýlokið raðhúsum í Kolbeins- staðarmýri og einnig stórhýsis við Aðalstræti 8 auk þess sem Byggða- verk hefði byggt fjölmargar íbúðir við Veghús 7, 9 og 11 í Grafarvogi. Einnig ætti Byggðaverk lóðina Flétturima 31-39 í Grafarvogi og þar hæfust framkvæmdir í haust. „Það má segja að við höfum ráðist í verkefni um allt höfuðborgarsvæðið. Nú erum við að ljúka fjölbýlishúsi fyrir Búseta í Kópavogi og í haust munum við afhenda síðari áfanga 40 íbúða húss fyrir Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi. í Hafnarfirði erum við að byggja 32ja íbúða hverfi við Lækjar- götuna, og sjá alKr að ekki kemur ann- að til greina en byggðar verði íbúðir á öllu Rafha svæðinu. Hvort sem það á eftir að verða verkefni Byggðaverks eða einhvers annars. Fjölmörg járn eru í eldinum hjá okkur í Hafnarfirði og má nefna byggingar á þremur stöðum á Hvaleyrarholtinu auk þess sem við erum að hefja byggingu 18 lúxusíbúða við Eyrarholt 6. Þetta verður mjög sérstætt hús, hver íbúð er rúmlega 100 fermetrar, afgirtar bí- lageymslur eru í kjallara og á efstu hæðinni er samkomusalur með einu besta útsýni sem býðst á höfuðborg- arsvæðinu. Þarna viljum við byggja íbúðir í hágæðaflokki fyrir roskna Hafnfirðinga", sagði Sigurður í sam- tali. Þá á Byggðaverk lóðina Háholt 16 þar sem byggðar verða 15 íbúðir og verður hafist handa við það hús í sum- ar. Loks má nefna að fyrirtækið er að sjálfsögðu á almenna útboðsmarkaðn- um og einmitt núna er hluti af tækni- deild þess úti í Essen í Þýskalandi þar sem menn eru að vinna að tilboðum í Fljótsdalsvirkjun í samstarfi við þýska fyrirtækið Hochtiev. Við spurðum Sigurð um vaxtar- möguleika íslenskra byggingarfyrir- tækja og hvort hann sæi miklar breyt- ingar á þessum markaði í náinni fram- tíð? „Þessi atvinnuvegur hefur verið að breytast mjög mikið á síðustu misser- um og greinilegt að fá en traust fyrir- tæki eru að taka stærri hluta til sín. Þetta er að mínu viti ánægjuleg þróun því aðeins öflug fyrirtæki geta nýtt sér alla tækni og bestu hagkvæmni í rekstri. Þeir þættir skila sér í lægra verði til kaupenda og um leið betri vöru sem framleidd er af fagfólki. Víða erlendis eru byggingarfyrir- tækjum tryggð athafnasvæði til langs tíma. Hér á landi er slík þróun að hefjast og ég er sannfærður um að hún er af hinu góða. Þá geta fyrirtæk- in sjálf skipulagt uppbyggingu heilu hverfanna og aðlagað framboðið að þörfum markaðarins á hverjum tíma. Um leið sé ég það fyrir mér að þau muni geta samið við banka og lífeyris- sjóði um fjármögnun í stórum stíl, ekki aðeins að því er varðar byggingu söluíbúða heldur ekki síður leiguí- búða. Svona er staðið að verki víða erlendis og það er engin tilviljun. Með þessu móti myndi fúskið hverfa úr byggingariðnaðinum, heimilisiðnað- urinn leggjast af og öflug verktakafyr- irtæki annast þá starfsemi sem þau hafa reynslu og þekkingu til að sinna,“ sagði Sigurður Sigurjónsson hjá Byggðaverki. 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.