Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Side 77

Frjáls verslun - 01.04.1991, Side 77
HEILBRIGÐARIAÐSTÆÐUR - SEGIR PÁLL SIGURJÓNSSON HJÁ ÍSTAKIHF. „Við hjá ístaki þurfum ekki að kvarta undan verkefnaskorti því allt frá stofnun fyrirtækisins fyrir tuttugu árum höfum við verið í stöðugum verkefnum, stórum og smáum. Þetta hefur verið mikill framkvæmdatími og má segja bylting í verklegum framkvæmdum hér á Iandi. Það hefur verið ánægjulegt að fá tækifæri til að taka þátt í þessari byltingu,“ sagði Páll Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri Istaks hf, eins umsvifamesta verktaka- fyrirtækis landsins á undanförn- um árum. ístak var nýlega í fréttum eftir að hafa verið með lægsta tilboð í hin risa- vöxnu Vestfjarðagöng undir Breiða- dals- og Botnsheiðar. Þar var Istak um boðið í samvinnu við norska og sænska aðila og hafði þá sérstöðu meðal íslenskra bjóðenda að vera í forsvari fyrir tilboðinu. Páll Sigur- jónsson er ekki með öllu ókunnugur jarðgangagerð því hann starfaði sem ungur maður við byggingu jarðganga í Færeyjum. Við báðum Pál um að segja okkur frá helstu verkefnum ís- taks á byggingarsviðinu um þessar mundir. „Okkar verkefni hafa oft á undan- fömum árum tengst stórum mann- virkjum og má í því sambandi nefna virkjanir og vegagerð. Af einstökum byggingum, sem við vinnum við núna, má nefna Ráðhús Reykjavíkur en þar vorum við með grunnvinnuna og uppsteypu hússins en höfum síðan verið aðalverktakar, en verkið að mestu framkvæmt af undirverktök- um undir okkar stjórn. Af öðrum verkum má nefna endur- . 'i' flB2* = nni | ii m Páll Sigurjónsson: Okkar verkefni hafa mest tengst stórum mannvirkjum af ýmsu tagi. byggingu Þjóðleikhússins og hafin er bygging fisksjúkdómahúss á Keldum, en þar er um alverktöku að ræða. Þá erum við að byggja lager- og skrif- stofubyggingu við Héðinsgötu, stór- hýsi Bókmenntafélagsins við Lækjar- götu 4 er í byggingu og loks höfum við allnokkur verkefni við Blönduvirkjun. Þar erum við í samvinnu við sænskt fyrirtæki urn byggingu Gilsárstíflu og innréttingu stöðvarhúss.“ „Mörg íslensk verktakafyrirtæki hafa farið flatt á stórum verkefnum því hætta er á að meðan á þeim stend- ur missi menn tengsl við markaðinn og dagi uppi þegar þeim lýkur. Þess vegna er afar mikilvægt að sinna áfram smáum verkum því þau treysta undirstöðuna á hverjum tíma.“ Páll sagði að fyrsta stórverkefni ístaks hf. hafi verið lagning Suður- landsvegar yfir Hellisheiði. „Það var árið 1971 og var gífurlega 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.