Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Qupperneq 83

Frjáls verslun - 01.04.1991, Qupperneq 83
kaupendur líði fyrir vanefndir byggj- enda en að þeir síðarnefndu tapi á kaupendum. Byggingarfyrirtæki og ráðgjafar þeirra semja kaupsamning- ana og þekkja betur til mála en hinn almenni borgari sem sjaldan er reynd- ur í samningagerð. Fjárhagsöryggi kaupenda er minna en seljenda. Þeir greiða hluta kaupverðsins á meðan hús eru í byggingu og oft er undir hælinn lagt hvaða tryggingar þeir hafa ef illa fer fyrir byggingarfyrirtækinu. Kaupendur eiga ekki heldur auðvelt með að greina á milli traustra fyrir- tækja og slakra. Fasteignasalar greina ekki frá því að byggingarfyrir- tæki, semþeir selja eignir fyrir, sé illa statt eða hafi reynst óáreiðanlegt. Af þeim sökum er sjálfsagt fyrir kaup- endur að leita umsagnar annarra aðila um byggingarfyrirtæki sem þeir hyggjast skipta við. Þá veldur það erf- iðleikum við samningagerð og túlkun atriða í kaupsamningum að staðall um byggingarstig húsa er úreltur og lítið notaður við samningagerð. ÓLÍK FJÁRMÖGNUN Við sölu íbúða má skipta fjármögn- un í þrjá flokka, útborgun, yfirtekin lán og lán sem seljendur veita. Flokk- arnir koma allir við sögu þegar notað- ar íbúðir ganga kaupum og sölum. Ut- borgunargreiðslur eru ekki verð- tryggðar. Oftast eru það lán frá lífeyrissjóðum og Byggingarsjóði rík- isins sem eru yfirtekin. Yfirteknu lán- in eru ósjaldan með hagstæð vaxta- kjör. Lán seljenda eru einkum hús- bréfalán með 25 ára lánstíma og 6% vöxtum en einnig koma við sögu skemmri lán, oftast óverðtryggð, til 4-6 ára. Fjármögnun íbúða í byggingu er nokkuð frábrugðin því sem áður var lýst. Útborgunargreiðslur eru oftast verðtryggðar. Lán seljenda eru húsbréfalán eða verðtryggð lán til 4- 10 ára. Sjaldgæft er að lán hvíli á eign- um sem byggingarfyrirtæki selja. Þó koma fyrir nýbyggingarlán frá Bygg- ingarsjóði. Við yfirtöku breytast vaxtakjör þeirra svo sá möguleiki er ekki lengur fyrir hendi að yfirtaka hagstæð lán frá Byggingarsjóði. VANTAR STAÐLAÐAN KAUPSAMNING Fyrir tæpum áratug var hannaður staðlaður kaupsamningur fyrir sölu „Samningur um kaup íbúa í byggingu eru ekki eins traustir og þegar notað húsnæði á í hlut.“ fasteigna. Hann hefur síðan verið ráð- andi á markaðnum og er notaður af flestum fasteignasölum. Samnings- eyðublaðið er sérstaklega útbúið fyrir sölu á notuðu íbúðarhúsnæði en hent- ar hins vegar ekki vel við sölu á ófull- gerðu húsnæði. A samningnum er nægjanlegt rúm til að lýsa notaðri íbúð en það dugir skammt þegar lýsa þarf byggingarstigi og ástandi ófull- gerðra eigna. Ekki hafa enn verið út- búnir staðlaðir samningar vegna sölu íbúða í byggingu. Við gerð kaupsamn- inga þarf að gæta vel að ákveðnum þáttum. Gera verður ítarlega grein fyrir byggingarstigi hinna seldu eigna. Ekki er nægjanlegt að lýsa því með einu orði nema jafnframt sé vísað til gildandi staðals. í samningi á að koma fram greinargóð lýsing á frágangi at- riða í séreign á borð við tréverk, múr- verk, pípulögn, raflögn og málningu. Einnig á að koma fram lýsing á frá- gangi sameignar þegar íbúðir í fjölbýl- ishúsum eiga í hlut og lýsing á eigninni utanhúss. Þá þurfa að koma fram í samningnum almenn ákvæði eins og afhendingartími og hvenær greiðslur fari fram. Einnig ákvæði um veðleyfi handa kaupanda. Hann á oftast rétt á veðleyfi fyrir 70% af inngreiddu fé. Ef greiðslur dragast er kaupandi látinn greiða dráttarvexti. Á sama hátt er eðlilegt að byggingaraðilar greiði tafa- bætur ef dráttur verður á afhendingu eigna. Flest hinna stærri byggingar- fyrirtækja hafa látið útbúa sérstaka samninga fyrir sig. í þeim er meðal annars að finna ítarlega lýsingu á ástandi íbúðar. Samningamir eru mis- jafnir að gæðum, margir ítarlegir og vandaðir en aðrir lakari. Þeir eru að ýmsu leyti ólíkir. Til dæmis er bygg- ingarstigum íbúða lýst á ólíkan hátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.