Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 87
þegar fyrir. Við endurskoðunina
höfðu menn það sérstaklega í huga að
staðallinn hentaði við kaup og sölu
íbúðarhúsnæðis. I drögunum eru skil-
greind níu ólík byggingarstig, bæði
fyrir einstakar íbúðir og heilar bygg-
ingar. Þau lýsa ástandi eigna á öllum
framkvæmdastigum. Það er ný-
breytni í drögunum að byggingarstig-
um, sem flestar íbúðir eru á þegar
þær seljast, sé lýst á sérstökum list-
um sem fylla verður út fyrir hverja
eign. A þeim er ítarlega talið upp
hvaða atriði eru til staðar í eigninni. A
þann hátt er unnt að lýsa íbúð í hvaða
ástandi sem er. Á viðbótalistunum
eru til dæmis taldir upp 89 byggingar-
þættir sem merkja skal við hvort
komnir eru eða ekki. Nýi staðallinn
mun auka öryggi við samningagerð.
Ganga má frá tiltölulega einföldum
kaupsamningi sem greinir á um al-
menn atriði og tilgreinir byggingar-
stig með tilvísun í staðalinn og við-
bótalista. Listinn er síðan fylgiskjal
með samningnum.
VERKSAMNINGAR - ÍST 30
Algengt var fyrir nokkrum árum og
þekkist enn að menn fengju úthlutað
eða keyptu lóð, ynnu sjálfir við bygg-
inguna og réðu verktaka eftir þörfum.
Nýlega var gefinn út staðall sem hent-
ar þessum framkvæmdum. IST 30,
„Almennir útboðs og samningsskil-
málar um verkframkvæmdir", er
þegar mikið notaður við útboð og
samningagerð. Hann er til dæmis
notaður við útboð á byggingarfram-
kvæmdum. Þeir, sem fá verktaka til
að byggja fyrir sig íbúðarhús, geta
notað ÍST 30 við samningagerð þó
verkið sé ekki boðið út. Staðallinn
lýsir ýmsum atriðum í samskiptum
verktaka og verkkaupa. Til dæmis
því hvernig fara skuli með ágreinings-
mál og hvernig ábyrgð á verkinu sé
háttað. Þá fjallar hann um hvernig
taka skuli út verk og gera nauðsyn-
legar mælingar vegna reikningsgerð-
ar. í staðlinum er einnig fjallað um
vanefndir og hvernig reikna beri tafa-
bætur ef verkið dregst. Einnig er að
finna ákvæði um tryggingar og
ábyrgð verktaka á skaða sem fram
kann að koma. Þegar gerður er
verksamningur má taka fram að
ákvæði IST 30 gildi um þessi atriði.
.H
r j
■
Staðlaður kaupsamningur fyrir sölu fasteigna hefur lengi verið notaður.
Er meistarinn þinn
meistari?
MEISTARA- 0G VERKTAKASAMBAND BYGGINGAMANNA
SKIPHOLTl 70- 105 REYKJAVÍK - SÍMI 91-36282
87