Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 98
TRYGGINGAR
AÐ TRYGGJA HÚS
í BYGGINGU
ALLT OF MIKIÐ ER UM ÞAD AÐ HÚSBYGGJENDUR TRYGGIEKKIEIGNIR SÍNAR
FYRR EN í FYRSTA LAGIVIÐ FOKHELDI. MARGVÍSLEGIR KOSTIR í BODI. RÆTT
VIÐ TALSMENN SJÓVÁ-ALEMNNRA OG VÁTRYGGINGAFÉLAGS ÍSLANDS.
Þegar fjölskylda stendur í
mikilli fjárfestingu eins og því
að reisa sér þak yfir höfuðið, fer
ekki hjá því að allir fjármunir
viðkomandi séu lagðir í verkið
og oft raunar gott betur. Því er
mikið í húfi að vel takist til og
áríðandi að vera við öllu búin ef
eitthvað bregður út af.
Hér koma tryggingamál til sögunn-
ar. Margvísleg tilboð frá tryuggingar-
félögunum klingja í eyrum og erfitt
fyrir fólk að átta sig á því sem í boði
er. Þó er hitt öllu verra að allt of
margir hirða ekkert um að tryggja
eignir sínar í smíðum nema að því er
varðar skyldutryggingar eins og
brunatryggingar húseigna. Komi eitt-
hvað upp á eins og hrun vinnupalla,
sprungin rúða við ísetningu eða að
steypumót bresti, ber armur hús-
byggjandinn einn skaðann. Góð
trygging bætir þó flest tjón.
Það er ekki einasta að hús í bygingu
geti skemmst eða áföll orðið við verk-
ið. Hætt er við að fólk slasist við slík-
ar framkvæmdir og alvarleg slys geta
orðið dýrkeypt þeim sem er bóta-
skyldur. Enn og aftur lendir sú skylda
á byggingaraðilanum.
Við kynntum okkur tryggingar sem
í boði eru á vegum tveggja stærstu
tryggingarfélaganna, þ.e. Sjóvá-Al-
mennra og Vátryggingafélags ís-
lands. Snerum við okkur til þeirra Ól-
afs Jóns Ingólfssonar hjá því fyrr-
nefnda og Baldurs Erlingssonar hjá
hinu síðarnefnda. Veittu þeir okkur
góðfúslega upplýsingar um þær
tryggingar sem sérstaklega snúa að
húsbyggjendum.
ÓVENJU MÖRG TJÓN
Ólafur Jón Ingólfsson hjá Sjóvá-Al-
mennum sagði að í óveðrinu fyrir
skömmu hefðu margir húsbyggjendur
orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Þeir
sem hefðu keypt sér tryggingar hrós-
uðu nú happi en hinir sætu uppi með
sárt ennið.
„Vinnupallar fuku og uppslættir
heilu húsanna fuku út í veður og vind.
Tjón af því tagi voru því óvenju mörg
og þau sýna að það marg borgar sig að
vera vel tryggður, jafnvel þótt hús-
bygging sé í smíðum. Verðmæti á
byggingarstað eru alla jafna nokkur
og fara vaxandi eftir því sem bygging-
unni miðar“, sagði Ólafur Jón.
Sjóvá-Almennar bjóða sérstaka
Húsbyggjendatryggingu. Með henni
er bætt tjón á húsi eða hluta þess sem
TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
98