Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 116

Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 116
BREF FRA UTGEFANDA RÍKISFJÖLMIÐLAR Undanfarnar vikur hefur verið töluverð umærða um hugsanlega sölu Rásar 2 hjá Ríkisútvarpinu. Sú umræða vaknaði í kjölfar landsfundarsamþykktar Sjálfstæðis- flokksins og hefur henni raunar verið hampað meira en flestum öðrum samþykktum fundarins, svo merkilegt sem það má nú teljast. Það þótti stórt skref í frjálsræðis- átt þegar slakað var á gömlum reglum um einkarekstur ríkisins á ljósvakafjölmiðlum og urðu þá margir kerfis- hyggjumenn til þess að spá illa um framtíðina. Reynslan hefur hins vegar ótvírætt sýnt það að engin rök voru fyrir einkarekstri ríkisins á þessu sviði fjölmiðlunar og íslensk fjölmiðlaflóra er langtum litskrúðugri eftir en áður. Vit- anlega má endalaust um það deila hvort allar þær útvar- pstöðvar, sem síðan hafa orðið til, eigi rétt á sér og hvaða tilgangi þær þjóni en þær hafa tvímælalaust orðið til þess að auka fjölbreytnina og veita Ríkisútvarpinu aðhald. Spyrja má að því hvaða rök séu yfirleitt fyrir því að ríkið sé að vasast í fjölmiðlarekstri nú á tímum. Hingað til hafa aðalrökin verið þau að um öryggisatriði sé að ræða. Að það sé nauðsynlegt að hafa ljósvakafjölmiðla sem nái til landsins alls ef náttúruhamfarir eða annað þvíumlíkt dyn- ur yfir. Að auki er svo gjarnan talað um að Ríkisútvarpið hafi menningarlegu hlutverki að gegna, hlutverki sem hinir svokölluðu frjálsu ljósvakafjölmiðlar hafi hvorki getu né vilja til þess að sinna. I raun eru þessi rök ekki þung á metunum. Ef dreifikerfi er til staðar á annað borð geta flestir ljósvakamiðlar sinnt umræddum öryggismál- um og fólk getur sótt sér menninguna á ótal staði þótt ríkisútvarp sé ekki til staðar. Ef það er talin algjör nauð- syn að reka útvarpsstöð, sem sinnir þörfum tiltölulega fárra, er það auðvitað sök sér þótt ríkið reki Rás 1, svo fremi að það séu þá þeir sem vilja njóta sem greiða af- notagjöldin. Um Rás 2 gegnir hins vegar öðru máli. Hún er í nákvæmlega sama hjólfari og frjálsu útvarpsstöðvarnar og sækir megintekjur sínar á sama markað og þær. Mun- urinn er fyrst og fremst sá að hver sá, sem kaupir sér og á viðtæki, kemst ekki hjá skylduáskrift að Ríkisútvarpinu. Þar er ekkert spurt um vilja viðkomandi. Slíkt er í raun óþolandi í þjóðfélagi sem er að hrósa sér af lýðræði og því að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt. Hvað ætli yrði t.d. sagt ef sett yrðu lög sem skylduðu fólk til að kaupa Tímann eða Þjóðviljann — að öðrum kosti fengi það ekki að kaupa Morgunblaðið eða DV? Satt að segja vekur sá úlfaþytur, sem varð vegna tillög- unnar um sölu Rásar 2, athygli og spurningar. Enn virðist stór hópur íslendinga tilbúinn til þess að berjast fram í rauðan dauðann fyrir tilvist kerfisins í hvaða formi sem það annars er. Þar er teflt um hagsmuni sem oft á tíðum eru meira ímyndaðir en raunverulegir. Ríkisrekstur get- ur vissulega átt rétt á sér en hann þarf þá að vera á jafnréttisgrundvelli. Það er að verða tímaskekkja að skylda fólk til þess að kaupa þjónustu, hvort sem því líkar betur eða verr. Því hlýtur að koma að því að núverandi reglur um ríkisrekstur ljósvakafjölmiðla verði endurs- koðaðar og þær færðar í takt við tímann. Kannski gerist slíkt af sjálfu sér með breyttri tækni í ljósvakafjölmiðlun sem virðist óneitanlega vera á næsta leiti. Svo vikið sé að allt öðru. Um þessar mundir halda mörg fyrirtæki og opinberar stofnanir aðalfundi eða ársfundi sína. Það fer ekki framhjá neinum, sem fylgist með á þessum vettvangi, að samkeppni ríkir milli þeirra um að skila frá sér árskýrslum og reikningum á sem glæsilega- stan hátt. Þar er enginn maður með mönnum nema skýrslurnar séu litprentaðar í bak og fyrir og helst skreyttar krúsidúllum og skrauti. Slíkur íburður kostar hins vegar mikla peninga en um það virðist ekki spurt, a.m.k. ekki þegar opinberir aðilar eiga hlut að máli. í sumum tilfellum eru peningarnir, sem eytt er í þessar skrautskýrslur, kannski aðeins dropi í það peningahaf sem um er að ræða. En þær eru samt talandi dæmi um það að ekki er verið að hugsa um að gæta aðhalds og sparnað- ar hjá viðkomandi stofnun. Það verður til þess að venju- legir menn hljóta að leiða hugann að því að þetta hljóti aðeins að vera toppurinn á ísjakanum. Það er vissulega nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri en það er hægt að gera á einfaldari og ódýrari hátt með jafn góðum árangri. 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.